Saga


Saga - 2012, Side 175

Saga - 2012, Side 175
ana“.10 Hér er um að ræða viðhorf sem boðberar módernisma í íslenskum listum þurftu að berjast við næstu áratugina, en það er að sínu leyti merki- legt að þeim skuli hér vera beint gegn raunsæishefðinni. Í umfjöllun um hugmyndir Sigurðar Nordals í þriðja kafla leggur Ólaf- ur megináherslu á fyrirlestraröðina Einlyndi og marglyndi sem Nordal flutti í Reykjavík veturinn 1918 til 1919. Hann vitnar töluvert til almennrar umfjöllunar Nordals um lífernislist í upphafi og niðurlagi verksins, en það hugtak hefur Þorsteinn Gylfason bent á að sé komið frá áðurnefndum Christen Collin. Þetta er að því leyti skiljanlegt að hugmyndir Nordals um lífernislist samræmast vel þeim kenningum Michel Foucault um stýringu sjálfsmótunar sem eru afar mikilvægar fyrir fræðilega nálgun Ólafs í rit- gerðinni, en efnislega hefði þessi umfjöllun þó hugsanlega átt betur heima í fjórða kafla ritgerðarinnar. Í þriðja kaflanum sniðgengur Ólafur af ein- hverjum ástæðum afar áhugaverða fyrirlestra Nordals í Einlyndi og marg- lyndi þar sem bætandi en þó ekki síður spillandi áhrif bókmennta og lista eru beinlínis rædd. Sömu sögu er að segja um fyrirlestra þar sem Nordal gerir athyglisverðan greinarmun á siðferðilegu og listrænu gildi listaverka. Umfjöllunin um Nordal í þriðja kaflanum er töluvert styttri en hliðstæð umfjöllun um þá Guðmund Finnbogason og Ágúst H. Bjarnason þannig að hér er ekki plássleysi um að kenna. Einnig kemur á óvart að skrif Nordals um framúrstefnulist í Einlyndi og marglyndi skuli ekki rædd í fimmta kafla ritgerðarinnar. Þess í stað vitnar Ólafur til fremur íhaldssamra hugmynda Alexanders Jóhannessonar um fegurð. Hugsanlega er ástæðan sú að Nordal hafði fjölbreytilegri sýn á samleik hefðar og framúrstefnu, hins þjóðlega og hins alþjóðlega, en margir samtímamenn hans, eins og Ólafur víkur reyndar að í síðari hluta ritgerðarinnar (bls. 230). Í ljósi heildarsam- hengis rannsóknarinnar hefði engu að síður verið æskilegt að þetta hefði komið skýrar fram í fyrri hlutanum. Í umfjöllun sinni í þriðja kaflanum getur Ólafur þess vissulega að Nordal hafi „kunnað að meta ýmsar af þeim bókmenntum og listum sem Collin áleit sýktar og spillandi“ en þeir hafi samt sem áður átt það sameig- inlegt „að líta svo á að sannar bókmenntir væru mikilvægasti þroskabrunn- urinn sem einstaklingurinn gæti sótt í til að auðga líf sitt“ (bls. 65). Það var hér sem ég saknaði frekari rökstuðnings og greiningar. Staðreyndin er sú að Nordal stefnir viðhorfum sínum til þess sem hann kallar ýmist lífsgildi eða siðferðilegt gildi bókmenntanna ítrekað gegn svonefndu listgildi þeirra. Hugmynd hans um „sannar bókmenntir“ verður fyrir vikið allt annað en einföld. Í fyrsta fyrirlestri sínum segir Sigurður meðal annars: andmæli 173 10 Sigurður Nordal. „Heilindi.“ Í „Skiptar skoðanir“. Líf og lífsskoðun II. And stæður (Reykjavík: Almenna bókafélagið 1987), bls. 336. Greinin birtist upphaflega 1926. Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 173
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.