Saga


Saga - 2012, Page 176

Saga - 2012, Page 176
Eg er nú sannfærður um, að listin er eitt af þeim vafalausu gildum mannkynsins, sem ekki verður mælt á neinn annan mælikvarða; í list- inni nær viss hæfileiki sálarinnar hæsta þroska sínum, hún er ein af leiðunum upp á tindana, einn af fálmurunum í áttina til þess guðdóm- lega. Bókmenntirnar eru lífheild, sem verður að fá að þroskast frjálst og hlaupa sín gönuskeið eftir eigin lögum. Siðspekin getur aldrei gefið henni lög, því að bæði takmark og leið skáldsins er önnur en siðbóta- mannsins. Auðvitað eru til siðferðilega skaðlegar bækur, en gegn þeim verður að vinna með því að efla siðferðisþróttinn, en ekki með því að hefta frelsi bókmenntanna.11 Þessi athugasemd er í góðu samræmi við þá almennu áherslu sem Nordal leggur á að lífernislistin sem hann boði felist ekki í þjónustu við smáborg- aralegan siðaboðskap og erfðavenjur, heldur sé hún fremur skapandi til- vistarhyggja sem hver einstaklingur þurfi að móta á grundvelli sinnar eigin sjálfsveru. Þar geti listirnar vissulega komið að gagni. Síðar í fyrirlestrinum segir Nordal: „Það er nú m.a. hlutverk lista og vísinda að rjúfa þessa blæju hins hagnýta vana. Málaralist síðustu áratuga spyr um, hvað vér í raun og veru sjáum, ekki hvað vér þykjumst sjá. Munurinn er ekki lítill. List og vís- indi reyna að gefa oss aftur hina hreinu skynjun og undrunina yfir tilver- unni“.12 Nordal rekur þó þann varnagla að listræn upplifun hafi sínar takmark- anir og geti ekki komið í staðinn fyrir lifandi reynslu af veruleikanum: Fjölbreyttasta reynsla, sem mér finnst muni vera í raun og veru hugs- anleg, er reynsla sú, sem fæst með því að lesa skáldrit og skoða lista- verk og gripasöfn. Allt þetta gefur veruleika, en niðursoðinn veruleika, og fyrir alla mundi heimurinn vera fremur fátækur án þess. En þetta er einhæf reynsla; hún snertir aðeins hugsunina og yfirborð tilfinning- anna, stemmningarnar. Allar hinar sterkari tilfinningar, sem fæðast þar sem maðurinn leggur sjálfan sig undir í tafli lífsins, veslast upp, og eins allt hið framkvæma í manninum. 13 Nordal ræðir sérstaklega frá þessum sama sjónarhóli margháttuð áhrif skáldskapar, sem geti í senn unnið gegn eirðarleysi og fleiri neikvæðum til- finningum og ýtt undir þær.14 Þá er að finna í Einlyndi og marglyndi, rétt eins og í Skiptum skoðunum, áfellisdóm yfir arfleifð natúralismans sem Nordal segir vera úrelta tískustefnu sem hafi lagt „allt of mikla áherzlu á úthverfu jón karl helgason174 11 Sigurður Nordal. „Einlyndi og marglyndi. Hannesar Árnasonar fyrirlestrar.“ Líf og lífsskoðun II. Andstæður (Reykjavík: Almenna bókafélagið 1987), bls. 34. 12 Sama heimild, bls. 96. 13 Sama heimild, bls. 111. 14 Sama heimild, bls. 150–51. Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 174
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.