Saga - 2012, Side 179
Steinunn Kristjánsdóttir, SAGAN AF KLAUSTRINU Á SKRIÐU.
Sögufélag. Reykjavík 2012. 375 bls. Ljósmyndir, uppdrættir, kort.
Sagan af klaustrinu á Skriðu er í raun tvíþætt frásögn. Annars vegar er hún
frásögn af Ágústínusarklaustrinu sem starfrækt var á Skriðu í Fljótsdal frá
1493 til 1554 og hins vegar frásögn af umfangsmiklum fornleifarannsókn-
um sem fram fóru á rústum þessa klausturs á árunum 2001–2011. Mið -
punktur beggja frásagna er Kirkjutúnið svokallaða, á hjallanum neðan
bæjar ins á Skriðu, en þar í túnfætinum mætast þessir tveir heimar sem
Steinunn Kristjánsdóttir fjallar um og fléttar saman í nýútkomnu riti sínu.
Bókin er þannig afrakstur áratugar rannsókna og greinir ítarlega frá helstu
niðurstöðum þeirra, á mjög líflegan og aðgengilegan hátt. Eins og Steinunn
gerir grein fyrir í formála hafði hún hugsaði sér bókina í mun hefðbundn-
ara, „strangfræðilegra“ formi, en eftir nokkurt þóf og vangaveltur um vænt-
anlegan lesendahóp varð niðurstaðan hins vegar sú að bókin ætti að vera „í
frásagnarstíl, eins og um sögu væri að ræða“, enda „væri það vel hægt án
þess að slá af fræðilegum kröfum“ (bls. 8). Óhætt er að segja að vel hafi tek-
ist til, og er niðurstaðan fræðirit aðgengilegt almenningi jafnt sem fræði -
mönnum. Opinskár og persónulegur stíll ásamt því hvernig frásagnirnar
tvær, af klaustrinu og uppgreftinum, eru fléttaðar saman gefur ritinu vissu-
lega óvenjulegt yfirbragð meðal fornleifafræðirita en er á sama tíma ótví -
ræður styrkur þess.
Fornleifarannsóknir eru á margan hátt ólíkar rannsóknum á öðrum
sviðum hug- og félagsvsísinda. Þær eru gríðarlega tímafrekar, þeim eru
árstíðabundnar skorður settar, þær felast í líkamlegri ekki síður en „fræði -
legri“ vinnu og þær krefjast mikils mannafla. Það er hins vegar ekki alvana-
legt að gerð sé ítarleg grein fyrir þessum langa aðdraganda, eða sérkennum
rannsóknarinnar, við miðlun niðurstaðna og enn síður að það sé gert með
jafn markvissum hætti og hér er gert. Þannig er lesandinn stöðugt með ann-
an fótinn í fortíð og hinn í nútíð; hann er fræddur um starfsemi klausturs-
ins á 16. öld en jafnframt um það hvernig „leitinni að klaustrinu“ vatt fram
og hvernig hugmyndin um starfsemi klaustursins var smám saman
„afhjúpuð“ á vettvangi uppgraftarins og við úrvinnslu gagna. Stíllinn er ein-
lægur og á stundum glettinn; greint er frá eftirminnilegum stundum á vett-
vangi, frá blíðviðrisdögum og ágreiningi, frá fundi einstakra gripa og þeim
R ITDÓMAR
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 177