Saga


Saga - 2012, Side 180

Saga - 2012, Side 180
hugmyndum sem þeir kveiktu meðal starfsliðsins, stundum í fullri alvöru en stundum í gamni. Allt verður þetta til þess að létta yfirbragð ritsins en færa um leið lesandann nær því langa og flókna ferli sem fornleifarann- sóknin er. Hið sama má segja um viðleitni höfundar til þess að „manngera“ rann- sóknarferlið með því annars vegar að segja söguna í fyrstu persónu og hins vegar að flétta inn í frásögnina fjölda annarra nafngreindra einstaklinga. Fornleifarannsóknir eru mannfrekar og var alls 131 starfsmaður ráðinn til rannsóknarinnar (bls. 11) þann áratug sem hún stóð yfir. Þar á meðal eru sérfræðingar á ýmsum sviðum en fyrst og fremst fjöldi „óbreyttra“ forn- leifafræðinga, nema og annarra, því án framlags alls þessa fólks hefði rann- sóknin verið óframkvæmanleg. Það vill þó oft gleymast þegar niðurstöðum rannsókna er miðlað. Það gerir Steinunn ekki og er ófeimin við að flétta nöfn margra þeirra með skemmtilegum hætti inn í frásagnir af uppgreftinum og á tíðum skrautlegu lífi á vettvangi. Þetta verður ennfremur til þess að afklæða frásögnina þeim hátíðleika sem oft vill einkenna miðlun fræðilegra niður staðna og færa hana nær almennum lesendum. Steinunn byrjar frásögn sína með því að greina frá leitinni að klaustrinu og hvernig sagnir af hinu týnda klaustri, eða jafnvel gripir ættaðir úr því, leituðu hana uppi í starfi safnstjóra á Egilsstöðum og urðu, ásamt dyggri hvatningu heimamanna, til þess að vekja áhuga hennar á því að hefja leit- ina. Lesanda verður síðan smám saman ljóst við lestur bókarinnar hvernig rannsóknin sem á eftir fylgdi veitir innsýn í líf og starf í klaustrinu og eðli bygginganna en vekur einnig nýjar spurningar um íslensk klaustur og starfsemi þeirra almennt. Sá annmarki er þó á að hvorki er í þessum upp- hafskafla greint með skýrum hætti frá því hverjar helstu rannsóknarspurn- ingarnar hafi verið við upphaf rannsókna, né heldur gerð grein fyrir fyrri rannsóknum á klaustrinu eða íslenskum klaustrum almennt. Rannsóknar - spurn ingar eru fyrst kynntar í lokakafla ritsins (bls. 336) og fyrri rannsókn- ir í þeim næstsíðasta (bls. 317–320), þótt vissulega sé umfjöllun um ríkjandi hugmyndir að einhverju leyti fléttuð inn í frásögnina af uppgreftinum. Vel má vera að „frásagnarstíll“ ritsins hafi hér verið látinn ráða, en varla hefði þó þurft að víkja frá honum þótt greint hefði verið frá þessum þáttum strax í upphafi. Það hefði auk þess orðið til að undirstrika frekar og með skýrari hætti mikilvægi rannsóknarinnar og hvernig niðurstöður hennar bæta við fyrri þekkingu um leið og þær víkja í mörgu frá áður ríkjandi hugmyndum um byggingar, starfsemi og mikilvægi klaustranna í íslensku miðaldasam- félagi. Efnistök Steinunnar eru annars almennt góð og hún heldur í öllu tryggð við þann frásagnarstíl sem lagt er upp með. Greint er frá rannsókn og túlk- un á hverjum hluta rústanna fyrir sig, klausturhúsum, kirkju og klaustur- garði (bls. 59–193), ítarlega fjallað um klaustrið sem sjúkrastofnun og athvarf umkomulausra (bls. 195–247) og um daglegt amstur klausturbúa (bls. 249– ritdómar178 Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 178
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.