Saga - 2012, Blaðsíða 180
hugmyndum sem þeir kveiktu meðal starfsliðsins, stundum í fullri alvöru
en stundum í gamni. Allt verður þetta til þess að létta yfirbragð ritsins en
færa um leið lesandann nær því langa og flókna ferli sem fornleifarann-
sóknin er.
Hið sama má segja um viðleitni höfundar til þess að „manngera“ rann-
sóknarferlið með því annars vegar að segja söguna í fyrstu persónu og hins
vegar að flétta inn í frásögnina fjölda annarra nafngreindra einstaklinga.
Fornleifarannsóknir eru mannfrekar og var alls 131 starfsmaður ráðinn til
rannsóknarinnar (bls. 11) þann áratug sem hún stóð yfir. Þar á meðal eru
sérfræðingar á ýmsum sviðum en fyrst og fremst fjöldi „óbreyttra“ forn-
leifafræðinga, nema og annarra, því án framlags alls þessa fólks hefði rann-
sóknin verið óframkvæmanleg. Það vill þó oft gleymast þegar niðurstöðum
rannsókna er miðlað. Það gerir Steinunn ekki og er ófeimin við að flétta nöfn
margra þeirra með skemmtilegum hætti inn í frásagnir af uppgreftinum og
á tíðum skrautlegu lífi á vettvangi. Þetta verður ennfremur til þess að
afklæða frásögnina þeim hátíðleika sem oft vill einkenna miðlun fræðilegra
niður staðna og færa hana nær almennum lesendum.
Steinunn byrjar frásögn sína með því að greina frá leitinni að klaustrinu
og hvernig sagnir af hinu týnda klaustri, eða jafnvel gripir ættaðir úr því,
leituðu hana uppi í starfi safnstjóra á Egilsstöðum og urðu, ásamt dyggri
hvatningu heimamanna, til þess að vekja áhuga hennar á því að hefja leit-
ina. Lesanda verður síðan smám saman ljóst við lestur bókarinnar hvernig
rannsóknin sem á eftir fylgdi veitir innsýn í líf og starf í klaustrinu og eðli
bygginganna en vekur einnig nýjar spurningar um íslensk klaustur og
starfsemi þeirra almennt. Sá annmarki er þó á að hvorki er í þessum upp-
hafskafla greint með skýrum hætti frá því hverjar helstu rannsóknarspurn-
ingarnar hafi verið við upphaf rannsókna, né heldur gerð grein fyrir fyrri
rannsóknum á klaustrinu eða íslenskum klaustrum almennt. Rannsóknar -
spurn ingar eru fyrst kynntar í lokakafla ritsins (bls. 336) og fyrri rannsókn-
ir í þeim næstsíðasta (bls. 317–320), þótt vissulega sé umfjöllun um ríkjandi
hugmyndir að einhverju leyti fléttuð inn í frásögnina af uppgreftinum. Vel
má vera að „frásagnarstíll“ ritsins hafi hér verið látinn ráða, en varla hefði
þó þurft að víkja frá honum þótt greint hefði verið frá þessum þáttum strax
í upphafi. Það hefði auk þess orðið til að undirstrika frekar og með skýrari
hætti mikilvægi rannsóknarinnar og hvernig niðurstöður hennar bæta við
fyrri þekkingu um leið og þær víkja í mörgu frá áður ríkjandi hugmyndum
um byggingar, starfsemi og mikilvægi klaustranna í íslensku miðaldasam-
félagi.
Efnistök Steinunnar eru annars almennt góð og hún heldur í öllu tryggð
við þann frásagnarstíl sem lagt er upp með. Greint er frá rannsókn og túlk-
un á hverjum hluta rústanna fyrir sig, klausturhúsum, kirkju og klaustur-
garði (bls. 59–193), ítarlega fjallað um klaustrið sem sjúkrastofnun og athvarf
umkomulausra (bls. 195–247) og um daglegt amstur klausturbúa (bls. 249–
ritdómar178
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 178