Saga - 2012, Síða 193
Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, ÍSLENSK KIRKJUSAGA. Flateyjar -
útgáfan. Reykjavík 2012. 348 bls. Myndir, tilvísana- og heimildaskrá,
mynda-, nafna- og staðarnafnaskrá.
Torfi K. Stefánsson Hjaltalín hefur á undanförnum árum verið atorkusam-
ur við ritun sögulegra og guðfræðilegra verka. Skal í því sambandi bent á
Eldur á Möðruvöllum 2001 (tvö bindi, hátt í 1000 bls.), Tigern som tolkar: kon-
frontationer i Gustaf Wingrens teologi med särskild hänsyn till teologins uppgift
inom universitet, samhälle och kyrka 2004 (840 bls.), „Guð er sá, sem talar skálds-
ins raust“: trú og hugmyndafræði frá píetisma til rómantíkur 2006 (567 bls.) og
Ferming í fjórar aldir: saga fermingar á Íslandi eftir siðbót 2007 (193 bls.). Öll
þessi verk hefur hann gefið út hjá eigin forlagi og einnig það verk sem hér
er til umfjöllunar.
Í fyrirliggjandi verki sýnir Torfi einnig mikla djörfung en núorðið er
sjaldgæft að einn höfundur taki sér fyrir hendur að rita samfellda kirkjusögu
heils lands í 1000 ár. Fæstir líta svo á að þeir búi yfir svo yfirgripsmikilli
þekkingu sem það krefst, nema um sé að ræða ágripskennd yfirlit sem líkja
má við blaðamennsku. Torfi sýnir þó meiri metnað með riti sínu en svo, en
hann ætlar því að vera bæði „alþýðlegt rit“ og „fræðirit fyrir fræðimenn,
kennara og nemendur á hærri skólastigum“ (bls. 9). Þetta er klassískt
markmið sem þráfaldlega hefur verið lýst yfir við útgáfu íslenskra fræðirita
og hefur tekist misvel að uppfylla. Rit Torfa er líklega full viðamikið og
krefst of mikillar forþekkingar á efninu til að geta talist alþýðlegt. Aftur á
móti er það tæplega nægilega traust til að standast fræðilegar kröfur. Kann
þar að muna mest um það viðfangsefni sem höfundur markar sér og þá
aðferð sem hann beitir. Hann ætlar að fjalla um „alla sögu kristni á Íslandi“
(bls. 11) og gerir það á lýsandi máta. Slíkt er ekki eins manns verk eigi
fræðilegum kröfum að vera fullnægt.
Það væri í raun ögrandi viðfangsefni fyrir sérfræðing að skrifa 1000 ára
yfirlit yfir kirkjusögu Íslands frá upphafi til enda, en þá þyrfti að beita mjög
greinandi (analýtískum) efnistökum og ganga út frá fyrirfram mótuðu
greiningarlíkani. Í því sambandi mætti t.d. leggja áherslu á rof og samfellu í
löngu tímasniði, t.d. við siðaskiptin, eða samspil kirkjunnar við hið verald-
lega samfélag og áhrif hennar á það, t.d. í efnahagslegu tilliti. Þessi atriði eru
nefnd hér vegna þess að bæði skjóta þau oft upp kollinum í riti Torfa en
verða þó ekki að þeim burðarásum sem vert væri. Kann það að einhverju
leyti að stafa af skilningi hans á kirkjusögunni, sem hann álítur einkum vera
„stofnana- og hugmyndasögu“ (bls. 11). Í riti sínu vill höfundur þó einnig
rita kirkjulega menningarsögu með því að rekja „áhrif kirkjunnar á íslenska
menningu“ og lítur á „hagsögulegt efni“ sem aukagetu í því sambandi.
Einkum stafar þetta þó af því að höfundur vill frekar rekja „kirkjusöguna“ í
tímaröð en fjalla um hana „eftir þemum og efnisatriðum“, þ.e. beita lýsandi
en ekki greinandi efnistökum (bls. 11). Við athugun á efnisyfirliti má raunar
ritdómar 191
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 191