Saga


Saga - 2014, Page 182

Saga - 2014, Page 182
180 um umræðu um rök sín og vonast eftir mótrökum (bls. 420, sbr. 436). Ekki treysti ég mér til að fjalla um tengsl töflunnar við Opinberunarbókina og rök Lúthers í því viðfangi, vil aðeins segja að ábending doktorsefnis um tengsl- in við Opinberunarbókina og danska biblíu frá 1648 er merkileg. En kannski fer doktorsefni um of langan veg til að tengja við Tyrki og Tyrkjaránið? Undir lok umfjöllunar sinnar bendir hann á ný rök um hvernig taflan teng- ist séra Jóni Þorsteinssyni og þau eru athyglisverð, hermenn hlaupa að Kristi sem doktorsefni tengir við atlögu Tyrkja að Jóni (bls. 436) og hefði mátt halda áfram á sömu braut. Getur varla annað verið en taflan tengist ráninu enda fer ekki hjá því að frásögn Kláusar um dauða séra Jóns sumarið 1627 tengist endalokum á jarðnesku lífi Krists. Í frásögninni eru tilgreind þrenn ummæli séra Jóns fyrir andlátið sem minna á orð Krists á krossinum. Frásögnin er að vísu illa varðveitt en ummælin munu frá hendi Kláusar, þau eru í þremur gerðum (A, B, C) og að hluta í hinni fjórðu (D). Á miðhluta töflunnar er sýnd upprisa Krists og mun vera óvenjuleg. Má ímynda sér að Kristur sé í helli enda bendir doktorsefni á að fram komi í frásögn Kláusar að Jón hafi dáið í helli. Það kemur þó aðeins skýrt fram í einni af fjórum gerðum sögunnar, hinar, og þeirra á meðal gerðin sem ein geymir nafn Kláusar (A-gerð), segja að Jón hafi falið sig undir hamri. Hvað um það, ham- ar gæti komið heim við upprisumyndina. Auk mannannna sem virðast sækja að Kristi og geta samsvarað Tyrkjum eru englar tveir og gætu sam- svarað konunum tveimur (A) eða einni eða tveimur (B, sbr. D) sem hermt er að væru í hamrinum fyrir ofan og sæju hvað fram fór. Kláus lýsir Jóni sem sannhelgum manni og lát hans hefur sennilega orðið honum hugstætt. En þar á ofan er þess að gæta að Jón var móðurbróðir Kláusar, var líka þjóðkunnugt skáld fyrir ránið og enn frægari á eftir. Jón hafði ort kvæði og varað fólk í Eyjum við syndugu líferni og hörðum syndagjöldum; sverðið á hægri væng töflunnar, sem stendur út úr munni Krists, á kannski að minna á orð skáldsins. Á vinstri væng er Kristur sýndur þjakaður og smáður fyrir jarðneskan dauða sinn og má færa yfir á Jón og lýsingu Kláusar á illri meðferð hans. Oddur biskup Einarsson nefndi séra Jón píslarvott þegar árið 1627. Doktorsefni rekur að í frásögn Kláusar segi Jón beinlínis að hann fari beint til himna en það er aðeins í D-gerð, skráðri nærri 1810. En dánarorð Jóns sýna að hann muni hafa trúað því að hann færi beint til himna. Er líklegt að Kláus hafi verið hreykinn af móðurbróður sínum og dáð hann og hafi runnið blóðið til skyldunnar að halda minningu hans á lofti og þannig beri að skoða altaristöfluna. Það ber að þakka doktorsefninu sérstaklega fyrir að hafa dregið altaristöfluna á Krossi inn í umræðu um Tyrkjaránið með svo myndarlegum hætti. andmæli Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 180
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.