Saga - 2014, Blaðsíða 182
180
um umræðu um rök sín og vonast eftir mótrökum (bls. 420, sbr. 436). Ekki
treysti ég mér til að fjalla um tengsl töflunnar við Opinberunarbókina og rök
Lúthers í því viðfangi, vil aðeins segja að ábending doktorsefnis um tengsl-
in við Opinberunarbókina og danska biblíu frá 1648 er merkileg. En kannski
fer doktorsefni um of langan veg til að tengja við Tyrki og Tyrkjaránið?
Undir lok umfjöllunar sinnar bendir hann á ný rök um hvernig taflan teng-
ist séra Jóni Þorsteinssyni og þau eru athyglisverð, hermenn hlaupa að
Kristi sem doktorsefni tengir við atlögu Tyrkja að Jóni (bls. 436) og hefði
mátt halda áfram á sömu braut. Getur varla annað verið en taflan tengist
ráninu enda fer ekki hjá því að frásögn Kláusar um dauða séra Jóns sumarið
1627 tengist endalokum á jarðnesku lífi Krists. Í frásögninni eru tilgreind
þrenn ummæli séra Jóns fyrir andlátið sem minna á orð Krists á krossinum.
Frásögnin er að vísu illa varðveitt en ummælin munu frá hendi Kláusar, þau
eru í þremur gerðum (A, B, C) og að hluta í hinni fjórðu (D). Á miðhluta
töflunnar er sýnd upprisa Krists og mun vera óvenjuleg. Má ímynda sér að
Kristur sé í helli enda bendir doktorsefni á að fram komi í frásögn Kláusar
að Jón hafi dáið í helli. Það kemur þó aðeins skýrt fram í einni af fjórum
gerðum sögunnar, hinar, og þeirra á meðal gerðin sem ein geymir nafn
Kláusar (A-gerð), segja að Jón hafi falið sig undir hamri. Hvað um það, ham-
ar gæti komið heim við upprisumyndina. Auk mannannna sem virðast
sækja að Kristi og geta samsvarað Tyrkjum eru englar tveir og gætu sam-
svarað konunum tveimur (A) eða einni eða tveimur (B, sbr. D) sem hermt
er að væru í hamrinum fyrir ofan og sæju hvað fram fór. Kláus lýsir Jóni
sem sannhelgum manni og lát hans hefur sennilega orðið honum hugstætt.
En þar á ofan er þess að gæta að Jón var móðurbróðir Kláusar, var líka
þjóðkunnugt skáld fyrir ránið og enn frægari á eftir. Jón hafði ort kvæði og
varað fólk í Eyjum við syndugu líferni og hörðum syndagjöldum; sverðið á
hægri væng töflunnar, sem stendur út úr munni Krists, á kannski að minna
á orð skáldsins. Á vinstri væng er Kristur sýndur þjakaður og smáður fyrir
jarðneskan dauða sinn og má færa yfir á Jón og lýsingu Kláusar á illri
meðferð hans. Oddur biskup Einarsson nefndi séra Jón píslarvott þegar árið
1627. Doktorsefni rekur að í frásögn Kláusar segi Jón beinlínis að hann fari
beint til himna en það er aðeins í D-gerð, skráðri nærri 1810. En dánarorð
Jóns sýna að hann muni hafa trúað því að hann færi beint til himna. Er líklegt
að Kláus hafi verið hreykinn af móðurbróður sínum og dáð hann og hafi
runnið blóðið til skyldunnar að halda minningu hans á lofti og þannig beri
að skoða altaristöfluna. Það ber að þakka doktorsefninu sérstaklega fyrir að
hafa dregið altaristöfluna á Krossi inn í umræðu um Tyrkjaránið með svo
myndarlegum hætti.
andmæli
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 180