Saga - 2015, Page 9
sigrún pálsdóttir
„Maður — sona skríngilegur, ha?“
Benedikt Gröndal til Sigríðar einarsdóttur
Örkin er ódagsett og án undirskriftar höfundar en efst á henni
stend ur skrifað með blýanti: „Gröndal?“ Á henni eru teikningar,
textabrot og orð á stangli. Hún hefur varðveist í handritadeild Lands -
bókasafns Íslands með tveimur öðrum bréfum Benedikts Gröndals
til Sigríðar einarsdóttur Magnússonar sem lengst var búsett á eng -
landi og oftast kennd við eiginmann sinn eirík Magnús son bóka -
vörð í Cambridge.1 Örkin gæti verið hluti af öðru bréfi, en ein og sér
getur hún ekki talist formlegt sendibréf. ekki er ljóst hvar skrifin
hefjast því ávarp er ekkert en á einni síðunni stendur: „Sigríður
biður mig að skrifa meira hjer á því henni þykir svo vænt um allt
sem jeg geri, altso byrja jeg þannig
Dýrð sé guði í hæstum hæðum,
Heiður sunginn af selskinnsskæðum
og Sigríður um eilíf æ,
la la la læ!“
vinskapur þeirra Benedikts og Sigríðar er vel þekktur. Þau kynntust
ung í Reykjavík, og léku saman í fyrstu opinberu leiksýningunni í
Reykjavík sem Jón Guðmundsson ritstjóri Þjóðólfs stóð fyrir í byrjun
árs 1853. Leikritið var „Pak“ eftir danska höfundinn Thomas over -
skou.2 Benedikt sendi Sigríði nokkur bréf með kveðskap sínum og
orti einnig til hennar nokkur kvæði, einkum afmæliskvæði. Á tutt -
ugu og fjögurra ára afmælisdegi hennar, „Tólf álna langt og tírætt
kvæði“. Í síðari útgáfu af Dægradvöl, hreinritaðri af honum sjálfum,
Saga LIII:1 (2015), bls. 7–13.
F o R S Í Ð U M y N D I N
1 Lbs. (Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn, handritadeild). Lbs. 2192 a, 4to.
Bréfasafn eiríks Magnússonar.
2 Benedikt Gröndal, Dægradvöl (Reykjavík: Forlagið 2014), bls. 233.