Saga - 2015, Síða 18
manna.3 Már varð ekki fyrstur til að benda á þá gnótt upplýsinga um
daglegt líf manna á fyrri tíð sem finna má í þessum heimildum. Þannig
átaldi rithöfundurinn Jón Óskar sagnfræðinga í blaðaviðtali árið 1987
fyrir að hafa ekki gefið íslenskri réttarfarssögu nægan gaum „því hún
segir okkur mikið um viðhorf fólks til siðgæðis, mannréttinda og
trúarbragða á hverjum tíma“.4 Tilefni viðtalsins var útgáfa bókar Jóns
Óskars, Konur fyrir rétti, sem greinir frá nokkrum dómsmálum frá 19.
öld þar sem konur voru á meðal sakborninga. Í inngangi bókarinnar
ítrekaði Jón gildi réttarheimilda fyrir vitneskju um fólk fortíðarinnar,
„hvernig stöðu þeirra í lífinu var háttað“, og hvernig heimildirnar
opna nýja sýn á fortíðina þar sem „aldarfarið“ blasir við.5
Már og Jón Óskar hafa á réttu að standa. Dómabækur sýslu-
manna og tengdar heimildir innihalda upplýsingar, viðfangsefni og
sögulegar persónur sem finnast sjaldan eða aldrei í öðrum heimild-
um og eru að því leyti óviðjafnanlegir vitnisburðir um fortíðina, líkt
og fjöldi rannsókna þar sem notast er við dómabækur ber vitni um.6
vilhelm vilhelmsson16
3 Ólafur Arnar Sveinsson, Leiðarvísir fyrir dóma- og þingbækur í skjalasöfnum sýslu-
manna í Þjóðskjalasafni Íslands (Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands 2011), bls. 6. Til
að gefa hugmynd um blaðsíðufjöldann má nefna að þær 240 dómabækur sem
gerðar hafa verið leitarbærar í dómabókagrunni Þjóðskjalasafns eru samtals um
70.000 blaðsíður. Sbr. http://skjalasafn.is/domabokagrunnur. Skoðað 2. desem-
ber 2014.
4 Þjóðviljinn 14. febrúar 1987, bls. 8.
5 Jón Óskar, Konur fyrir rétti. Frásagnir af átta dómsmálum á nítjándu öld (Reykjavík:
Almenna bókafélagið 1987), bls. 8–9.
6 Sjá t.d. Christina Folke Ax, „Menningarmunur á Íslandi í lok 18. aldar“, Saga
XL:1 (2002), bls. 63–90; Christina Folke Ax, De uregerlige. Den islandske almue og
øvrighedens reformforsøg 1700–1870. Doktorsritgerð í sagnfræði við københavns
Universitet 2003; Hildur Biering, Barnauppeldisins heilaga skylda. Barnavernd á
fyrri hluta 19. aldar (Reykjavík: Sögufélag 2006); Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Því
dæmist rétt að vera. Afbrot, refsingar og íslenskt samfélag á síðari hluta 19. aldar
(Reykja vík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1991); Guðmundur Hálfdanar -
son, „‘kemur sýslumanni [það] nokkuð við …?‘. Um þróun ríkisvalds á Íslandi
á 19. öld“ Saga XXXI (1993), bls. 7–31; Guðmundur Hálfdanarson, „Private
Spaces and Private Lives. Privacy, Intimacy, and Culture in Icelandic 19th-cent-
ury Rural Homes“, Power and Culture. New Perspectives in Spatiality in European
History. Ritstj. Pieter François, Taina Syrjämaa og Henri Terho (Pisa: edizioni
Plus — Pisa University Press 2008), bls. 109–124; Már Jónsson, Blóðskömm á
Íslandi 1270–1870 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 1993); Lbs.-Hbs. (Landsbókasafn
Íslands – Háskólabókasafn). Sigríður H. Jörundsdóttir, Neyðarástand. Sýslu -
menn og sakamenn á harðindatímum 1755–1759. Ritgerð til MA-prófs í sagn -
fræði við Háskóla Íslands 2004. Sjá einnig neðanmálsgrein nr. 15.