Saga - 2015, Qupperneq 19
en sagnfræðingar finna hins vegar hvorki líf né hugarfar Íslendinga
fyrr á öldum í dómabókunum sjálfum, og því síður aldarfarið, ekki
frekar en í öðrum sögulegum heimildum. Tilurð heimildanna er
óhjákvæmilega bundin valdaafstæðum og menningarumhverfi
skrásetningar þeirra og það setur mark sitt á innihald þeirra og þar
með upplýsingar um fortíðina sem þær geyma.7 Með orðum sagn -
fræðingsins Johns H. Arnold er í réttarheimildum að finna skrásetn-
ingu á afmörkuðum litlum bútum úr lífi fólks í fortíðinni, og sagn -
fræðingurinn þekkir aðeins til þess fólks á „tiltekinn hátt“. kynni
þeirra eru í gegnum aðstæður sem hvorki hann né fólkið hefur fulla
stjórn á. Þau takmarkast af þessum brotakenndu heimild um, sem
sýna aðeins eina af mörgum hliðum þess sjálfs sem „talar“ í gegnum
þær, og gagnvirku sambandi fræðimannsins við þær.8 Þetta á ekki
síst við um yfirheyrslur fyrir dómi, sem í mörgum tilfellum eru einu
heimildirnar sem varðveist hafa þar sem „venjulegt fólk“ fortíðar-
innar tjáir sig með einhverjum hætti. Ólíkt sendibréf um eða dagbók-
um er tilvist slíkra heimilda ekki sprottin af þörf eða löngun slíks
fólks til þess að tjá sig heldur af rannsókn eða öðrum afskiptum yfir-
valda af lífi þess. Sem vitni eða sakborningar hefur það verið boðað
fyrir rétt og yfirvöld krafist frásagna þess. vitnis burður fyrir dómi
er með öðrum orðum þvinguð tjáning.9
Það er því vafamál hverjir séu eiginlegir höfundar þeirra vitnis-
burða sem lesa má í dómabókum eða öðrum réttarheimildum. Það
er ekki svo einfalt að „stundum sé … hægt að heyra raddir þeirra
[almennings] talandi, biðlandi, blótandi, kjökrandi eða öskrandi um
óréttlæti og grimmd“ í dómskjölum, líkt og sagnfræðingarnir eva
Österberg og erling Sandmo hafa fullyrt, a.m.k. ekki án ýmissa fyrir-
vara um sköpun, framsetningu og túlkun textans sem þar birt ist.10
stílfært og sett í samhengi 17
7 Sjá umfjöllun Antoinette Burton um valdaafstæður skjalasafna og þar með
varðveislu sögulegra heimilda í „Introduction. Archive Fever, Archive Stories“,
Archive Stories. Facts, Fictions and the Writing of History. Ritstj. Antoinette Burton
(Durham: Duke University Press 2006), bls. 1–24, hér bls. 6–9.
8 John H. Arnold, „The Historian as Inquisitor. The ethics of Interrogating
Subaltern voices“, Rethinking History 2:3 (1998), bls. 379–386, hér bls. 380–381.
„… in a specific way“.
9 Það er ekki þar með sagt að tjáning í sendibréfum eða dagbókum sé óþvinguð,
en hún er þó með öðrum hætti en formleg lagaleg þvingun réttarhaldsins.
10 eva Österberg og erling Sandmo, „Introduction“, People Meet the Law. Control
and Conflict-Handling in the Courts. The Nordic Countries in the Post-Reformation
and Pre-Industrial Period. Ritstj. eva Österberg og Sølvi Sogner (oslo: Uni -