Saga - 2015, Page 20
Þessar heimildir verða til í ákveðnu samhengi — í senn lagalegu,
félagslegu, sögulegu og menningarlegu — sem hefur mótandi áhrif
á innihald og merkingu textans. Um leið stílfæra einstaklingar frá-
sagnir sínar og sníða þær til áður en og á meðan þær eru lagðar
fram í réttarsalnum. vitnisburði réttarheimilda þarf að lesa og túlka
í ljósi þessara ólíku áhrifaþátta.
Markmið þessarar greinar er að ræða ýmis aðferðafræðileg og
þekkingarfræðileg álitamál tengd dómabókum sem sagnfræðilegum
heimildum. Þessi álitamál lúta m.a. að því hvernig texti vitnisburða
í dómabókum verður til, hver eða hverjir eiginlegir höfundar þeirra
séu og þá hvaða sjálf viðkomandi birtist í þeim, hvert „sannleiks-
gildi“ þeirra sé og hvert samband þeirra sé við atvikin sem þeir lýsa.
Í greininni verður fjallað um vitnisburði fyrir dómi sem frásagnar-
form með mörg einkenni sem eru sambærileg við aðrar sagðar
sögur, þ.e. að þeir séu með meðvituðum og ómeðvituðum hætti stíl-
færðir og settir í samhengi við tiltekið þekkingar- og frásagnarum-
hverfi sem hafi áhrif á merkingu þeirra.11 vitnisburðir réttar heim -
ilda eru með öðrum orðum það sem kalla má „sniðnar“ frásagnir
sem þarf að staðsetja í viðeigandi samhengi hverju sinni eigi að
skapa úr þeim marktæka þekkingu um fortíðina.12
kennileg umræða um þennan heimildaflokk er tímabær þar sem
Þjóðskjalasafn Íslands hefur á undanförnum árum unnið að því að
gera hann aðgengilegri en áður með uppsetningu rafræns gagna-
grunns þar sem leita má í heimildaflokknum eftir nöfnum, málsat-
vikum, bæjarheitum og tegundum mála, svo nokkur atriði séu
nefnd.13 Þar að auki hefur einhver hluti þessara heimilda verið
settur á netið og aðgengi þar með auðveldað enn frekar.14 Þetta
vilhelm vilhelmsson18
versitetsforlaget 2000), bls. 11. „Sometimes we even hear their voices speaking,
pleading, cursing, weeping, or screaming about cruelty and injustice“.
11 Sjá ítarlega umfjöllun um frásagnarform vitnisburða í réttarheimildum í Laura
Gowing, Domestic Dangers. Women, Words, and Sex in Early Modern London
(oxford: Clarendon Press 1996), bls. 41–58 og 232–262.
12 Ég vil þó taka það fram strax í upphafi að það er ekki ætlunin að draga úr gildi
þessara heimilda heldur vekja máls á vandkvæðum þeirra til þess að þær
nýtist mögulega betur við fræðilegar rannsóknir.
13 Ólafur Arnar Sveinsson, Leiðarvísir fyrir dóma- og þingbækur, bls. 3–4.
14 Dóma- og þingbækur eyjafjarðarsýslu (1694–1926), Skagafjarðarsýslu (1673–
1935), Húnavatnssýslu (1621–1930) og Mýra- og Hnappadalssýslna (1809–
1882) eru aðgengilegar á Jarðavef Þjóðskjalasafns Íslands. Sjá http://jarda
vefur.skjalasafn.is/domabaekur