Saga - 2015, Side 21
framtak Þjóðskjalasafns hefur þegar leitt af sér rannsóknir, fyrst og
fremst lokaritgerðir í háskólum, þar sem dómabækur sýslumanna
eru meginheimildir.15 Aukinni notkun dómskjala hefur hins vegar
ekki fylgt kennileg eða aðferðafræðileg umræða um heimildirnar
sem slíkar. Það sama má raunar segja um eldri rannsóknir þar sem
notast er við dómabækur sýslumanna. Aðferðafræðileg og þekking-
arfræðileg vandamál við notkun réttarheimilda eru þar sjaldan
rædd og þá aðeins með stuttorðum fyrirvörum.16 Það er þó ekki ætl-
un mín að gagnrýna rannsóknir allra þeirra sem notast hafa við rétt-
arheimildir á undanförnum árum. Þess í stað ætla ég að nýta tilefni
nýlegrar umfjöllunar um vitnisburði sakborninga í Natansmálum á
síðum Sögu til þess að opna umræðuna um þessi mál.
Natansmál endurskoðuð
Í greininni „Friðrik, Agnes, Sigríður og Natan“ fjallar eggert Þór
Bernharðsson17 sagnfræðingur um heimildagrunn morðbrennunnar
á Illugastöðum á vatnsnesi árið 1828, þar sem húsbóndinn Natan
ketilsson og gestur hans Pétur Jónsson voru myrtir í rúmum sínum
og bærinn svo brenndur í tilraun til þess að fela verksummerkin.
eins og þekkt er leiddi málið til síðustu opinberu aftökunnar á
Íslandi, þegar Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru háls-
stílfært og sett í samhengi 19
15 Lbs-Hbs. Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, „Sá kann ekki að stela sem ekki kann að
fela“. Athugun á sauðaþjófnaðarmálum í eyjafjarðarsýslu 1697–1838. Ritgerð
til BA-prófs í sagnfræði við Háskóla Íslands 2009; Lbs.-Hbs. yngvi Leifsson,
Flökkufólk. Líf og ferðir flökkufólks á Norðurlandi 1783–1816. Ritgerð til MA-
prófs í sagnfræði við Háskóla Íslands 2011; Lbs.-Hbs. Helga Jóna eiríksdóttir,
embættisfærsla sýslumanna á 19. öld. Skjalfræðileg rannsókn á embættis færslu
sýslumanna Ísafjarðarsýslu, Rangárvallasýslu og Snæfellsnessýslu. Ritgerð til
MA-prófs í sagnfræði við Háskóla Íslands 2014; Lbs.-Hbs. Anna Bryndís
Sigurðardóttir, Fjörsváfnir. Morðmál í eyjafirði 1704. Ritgerð til BA-prófs í
sagnfræði við Háskóla Íslands 2014.
16 Sjá t.d. Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Því dæmist rétt að vera, bls. 19–24; Már Jóns -
son, Blóðskömm á Íslandi 1270–1870, bls. 24–25; Guðmundur Hálfdanarson,
„Private Spaces and Private Lives“, bls. 112 og 114.
17 Þessi grein var skrifuð á haustmánuðum 2014 og henni var lokið skömmu áður
en eggert Þór varð bráðkvaddur á gamlársdag síðastliðinn. við eggert höfðum
margsinnis átt löng og ánægjuleg samtöl um Natansmál, dómabækur sýslu-
manna og ýmis álitamál sem hér eru rædd og ég er þess fullviss að hann hefði
tekið þessari grein fagnandi þótt skrif hans séu gagnrýnd lítillega.