Saga


Saga - 2015, Page 23

Saga - 2015, Page 23
rétt“.21 Fyrrnefnt orðalag í yfirheyrslunum setur Helga í orðsifja - fræðilegt samhengi þar sem orðið skömm hafi áður fyrr merkt smán, minnkun og vansæmd og haft sterk merkingartengsl við kyn- ferðislega misnotkun líkt og enn lifir í orðinu blóðskömm. Atburð - ina á Illugastöðum setur hún loks í samhengi við menningararfleifð sagnadansa þar sem menn sem misnota konur hljóta makleg mála- gjöld frá hendi fórnarlamba sinna. Með þessu hefur Helga varpað nýju ljósi á Natansmál og sett fram nýstárlega og áhugaverða tilgátu um orsakir morð brenn unnar sem virkar í fljótu bragði meira sann- færandi en lífseigar getgátur um óendurgoldnar ástir og afbrýði - semi. Nálgun Helgu byggist á því að lesa úr textanum merkingu sem sé táknræn og að einhverju leyti hulin en feli í sér hinn raunverulega sannleik um orsakir atburðanna, þó hún noti raunar ekki það orð né afbrigði þess. Hún setur m.a. niðurstöður sínar fram með svo af - dráttarlausum hætti að varla er hægt að túlka heimildanotkun henn- ar á annan hátt. Þannig skrifar hún: „‘Nú er hann ekki að laspúvera mig til eður neitt af kvenfólki‘, sem Agnes segir að Natani drepnum, verða eftirmæli hennar um kynferðisbrotamanninn, varð veitt í dóma bókinni til frambúðar. Með þeim gerir hún upp skátt um það sem ekki mátti segja, kynferðislega misnotkun … og gefur um leið upp ástæðuna fyrir morðinu. Þessar málsbætur sér sýslumaðurinn ekki en hefur þær þess í stað gegn henni“.22 Hvort heimildirnar standa undir svo afdráttarlausri niðurstöðu er þó vafamál eins og síðar verður rætt. eggert Þór og Helga nálgast texta vitnisburðanna með ólíkum hætti enda reyna þau að svara ólíkum spurningum en þó bæði undir þeim formerkjum að rétta söguna af, ef svo má að orði kom - ast. Hins vegar ræðir hvorugt þeirra um einkenni heimildanna sem slíkra og þau þekkingarfræðilegu, aðferðafræðilegu og siðferði legu álitamál sem þeim fylgja. Þá virðist sem þau skorti yfirsýn yfir sam- hengi heimildanna sem þau notast við og umhverfið sem þau fjalla um. Það veikir að mínu mati túlkanir þeirra og þar með áreiðan leika þeirrar þekkingar um fortíðina sem þau skapa og vinna með í grein- um sínum. Markmið mitt er þó ekki að rengja niður stöður þeirra stílfært og sett í samhengi 21 21 Helga kress, „eftir hans skipun. Natansmál í ljósi sagnadansa og eftirmæla Agnesar“, Saga LII:1 (2014), bls. 99–118, hér bls. 104–109. Beinar tilvitnanir á bls. 107 og 109. 22 Sama heimild, bls. 107.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.