Saga - 2015, Page 23
rétt“.21 Fyrrnefnt orðalag í yfirheyrslunum setur Helga í orðsifja -
fræðilegt samhengi þar sem orðið skömm hafi áður fyrr merkt
smán, minnkun og vansæmd og haft sterk merkingartengsl við kyn-
ferðislega misnotkun líkt og enn lifir í orðinu blóðskömm. Atburð -
ina á Illugastöðum setur hún loks í samhengi við menningararfleifð
sagnadansa þar sem menn sem misnota konur hljóta makleg mála-
gjöld frá hendi fórnarlamba sinna. Með þessu hefur Helga varpað
nýju ljósi á Natansmál og sett fram nýstárlega og áhugaverða tilgátu
um orsakir morð brenn unnar sem virkar í fljótu bragði meira sann-
færandi en lífseigar getgátur um óendurgoldnar ástir og afbrýði -
semi.
Nálgun Helgu byggist á því að lesa úr textanum merkingu sem
sé táknræn og að einhverju leyti hulin en feli í sér hinn raunverulega
sannleik um orsakir atburðanna, þó hún noti raunar ekki það orð né
afbrigði þess. Hún setur m.a. niðurstöður sínar fram með svo af -
dráttarlausum hætti að varla er hægt að túlka heimildanotkun henn-
ar á annan hátt. Þannig skrifar hún: „‘Nú er hann ekki að laspúvera
mig til eður neitt af kvenfólki‘, sem Agnes segir að Natani drepnum,
verða eftirmæli hennar um kynferðisbrotamanninn, varð veitt í
dóma bókinni til frambúðar. Með þeim gerir hún upp skátt um það
sem ekki mátti segja, kynferðislega misnotkun … og gefur um leið
upp ástæðuna fyrir morðinu. Þessar málsbætur sér sýslumaðurinn
ekki en hefur þær þess í stað gegn henni“.22 Hvort heimildirnar
standa undir svo afdráttarlausri niðurstöðu er þó vafamál eins og
síðar verður rætt.
eggert Þór og Helga nálgast texta vitnisburðanna með ólíkum
hætti enda reyna þau að svara ólíkum spurningum en þó bæði
undir þeim formerkjum að rétta söguna af, ef svo má að orði kom -
ast. Hins vegar ræðir hvorugt þeirra um einkenni heimildanna sem
slíkra og þau þekkingarfræðilegu, aðferðafræðilegu og siðferði legu
álitamál sem þeim fylgja. Þá virðist sem þau skorti yfirsýn yfir sam-
hengi heimildanna sem þau notast við og umhverfið sem þau fjalla
um. Það veikir að mínu mati túlkanir þeirra og þar með áreiðan leika
þeirrar þekkingar um fortíðina sem þau skapa og vinna með í grein-
um sínum. Markmið mitt er þó ekki að rengja niður stöður þeirra
stílfært og sett í samhengi 21
21 Helga kress, „eftir hans skipun. Natansmál í ljósi sagnadansa og eftirmæla
Agnesar“, Saga LII:1 (2014), bls. 99–118, hér bls. 104–109. Beinar tilvitnanir á
bls. 107 og 109.
22 Sama heimild, bls. 107.