Saga - 2015, Blaðsíða 25
manns.26 Áhrif þess á tilurð dómsmála eru greinileg öllum þeim
sem fletta dómabókum sýslumanna. Meðal annars hefur yngvi
Leifsson veitt því athygli að í kjölfar instrúxins hafi dómsmálum
gegn lausamönnum og flökkurum fjölgað.27
eftir að meint brot voru kærð til sýslumanns upphófst ferli þar
sem upplýsinga var aflað, vitnum var stefnt fyrir rétt og sakborning-
ar voru ákærðir. Markmið alls þessa var að komast að því hvort og
þá hvaða lög hafi verið brotin. Grunnurinn að þessu kerfi var rétt-
arfarsbálkur Norsku laga en konungur hafði einnig sett ítarlegri
reglur um meðferð mála. Þessi lagaákvæði kváðu m.a. á um réttindi
sakborninga og lögbundna málsmeðferð og áttu að tryggja sann -
girni og jafnan rétt manna fyrir dómi en vörðuðu einnig sönnunar-
byrði og meðferð málsgagna, svo dæmi séu nefnd.28 Það kom reglu-
lega fyrir að sýslumenn væru ávíttir fyrir brot á þessum reglum og
var málum jafnvel vísað frá við Landsyfirrétt sökum þeirra.29
konungur stofnaði embætti sýslumanna á síðari hluta 13. aldar
og í Jónsbók eru verkefni þeirra skilgreind og lögfest. Þeir áttu m.a.
að innheimta fjársektir og skatta, gæta fanga og færa þá til þings og
stefna mönnum fyrir lögbrot. Fullnusta refsinga var á þeirra könnu
sem og rannsókn sakamála, en þeir höfðu þó ekki eiginlegt dóms-
vald fyrr en eftir 1719, þegar réttarfarsákvæði Norsku laga kristjáns
v. frá 1687 voru innleidd hér á landi. eftir það áttu sýslumenn einir
að dæma í opinberum málum og einkamálum í héraði, en þó með
meðdómendum í lífláts- og ærumissismálum.30 Helstu verkefni
stílfært og sett í samhengi 23
26 Lovsamling for Island I–XXI. bindi (kaupmannahöfn: Höst 1853–1889), hér bindi
vII („Instruction for Repstyrerne i Island“ 24. nóvember 1809), bls. 305–340,
hér bls. 305–306. Um uppruna og lagagrundvöll hreppstjórainstrúxins sjá Lýð
Björnsson, Saga sveitarstjórnar á Íslandi I–II (Reykjavík: Almenna bókafélagið
1972–1979), hér I. bindi, bls. 153–155.
27 Lbs.-Hbs. yngvi Leifsson, Flökkufólk, bls. 40–43.
28 Sjá t.d. Lovsamling for Island II, bls. 327–334 („Forordning om vidners Ind -
stævning, m.v.“ 3. mars 1741); Lovsamling for Island III, bls. 90–94 („Forord ning
ang. Hvad der ved Delinquent-Sages Drift og Udförsel i Danmark og Norge
bör iagttages“ 21. maí 1751); Lovsamling for Island vI, bls. 232–249 („Forordning
ang. Rettens vedbörlige og hurtige Pleie“ 3. júní 1796).
29 Landsyfirrjettardómar og hæstarjettardómar í íslenzkum málum 1802–1873 I–XI.
bindi (Reykjavík: Sögufélag 1916–1986). Sjá t.d. I. bindi, bls. 23–26, 33–40 og 98–
102; II. bindi, bls. 309–313 og 315–322; III. bindi, bls. 111–114 og 386–392.
30 Lbs.-Hbs. Helga Jóna eiríksdóttir, embættisfærsla sýslumanna, bls. 7–8; Gísli
Baldur Róbertsson, „Áform um endurskoðun íslenskra laga“, Jónsbók. Lögbók
Íslendinga hver samþykkt var á Alþingi árið 1281 og endurnýjuð um miðja 14. öld en