Saga - 2015, Page 26
sýslumanna voru tíunduð í erindisbréfum þeirra og frá því um
miðbik 18. aldar má sjá í bréfunum þá skyldu lagða á sýslumenn að
halda löggildar embættisbækur.31 Í erindisbréfi odds vídalín, sýslu-
manns Barðastrandarsýslu, frá árinu 1789 eru nákvæm fyrirmæli
um notkun og meðferð þeirra. Þessar bækur átti m.a. að sýna amt-
manni árlega á Alþingi „da Amtmanden tilkommer med deres
ordentlige Förelse at have nöie Indseende“.32 embættisfærslur
sýslu manna voru með öðrum orðum (eða áttu í það minnsta að
vera) undir eftirliti yfirmanna þeirra, enda ekki sjálfgefið að fyrir-
mælum laga eða erindisbréfa væri fylgt. Það fékk oddur vídalín
einmitt að reyna, en amtmaður setti hann af árið 1801 fyrir van-
rækslu og önnur afglöp í starfi, m.a. tilraun til að falsa skráningu
manntalsþings í embættisbók sína.33
Í erindisbréfi odds er einnig tilgreint að í meðferð mála skuli hann
fylgja forskrift Norsku laga.34 Fyrsta bók Norsku laga fjallar um rétt-
arfar og þar má m.a. finna reglur um framkvæmd stefnumála,
skyldur dómara og réttindi almennings gagnvart dóms kerf inu. Þar er
einnig að finna fyrirmæli um framkvæmd yfirheyrslna. Dómurum
var t.a.m. skylt að halda málsmeðferð eins stuttri og hægt var og
„ecke tilláta ad nockur med krókaløgum og ónytsamlegum vitnes -
burdum, eda med þvílíkum Réttarspiller, uppehalde Réttinum og
hanns Frammgánge“. Að sama skapi var þeim skylt að yfirheyra öll
vitni án nokkurra undanbragða og engum hygla eða hlífa.35 kon ung -
ur gaf sömuleiðis út ýmsar tilskipanir þar sem hnykkt var á þessum
ákvæðum. Í tilskipun um vitnastefnur frá 1741 er t.a.m. lögð áhersla
á skyldu vitna að segja skilmerkilega frá elleg ar sæta refsingum. Þar
er hinum yfirheyrðu einnig gefinn sá kostur að leggja vitnisburð sinn
fram sem samfellda frásögn fremur en sem svör við spurningum.36
vilhelm vilhelmsson24
fyrst prentuð árið 1578. Már Jónsson tók saman (Reykjavík: Háskólaútgáfan
2004), bls. 35–54, hér bls. 54; Lbs.-Hbs. Sigríður H. Jörundsdóttir, Neyðar ástand,
bls. 82–83.
31 Lbs.-Hbs. Helga Jóna eiríksdóttir, embættisfærsla sýslumanna, bls. 9–10 og
161–168.
32 Lovsamling for Island v („Instruction for Sysselmanden i Bardastrands Syssel“,
dagsett 12. júní 1789), bls. 624–636, hér bls. 628–630.
33 Sjá Landsyfirrjettardómar I, bls. 45–50, 118–119 og 127–133.
34 Lovsamling for Island v, bls. 627.
35 Kongs Christians þess Fimta Norsku Løg á Islendsku Utløgd (Hrappsey: [Án útg.]
1779), dálkur 41–43 (1. bók, v. kafli, 7. og 9. grein).
36 Lovsamling for Island II, bls. 327–334, hér bls. 328 og 332.