Saga - 2015, Page 27
Þessu var aftur breytt með tilskipun um málsmeðferð árið 1796 þar
sem gert var að skyldu að leggja fram skriflegar spurningar sem
vitni áttu að svara. var það gert til að stytta málsmeðferðina.37 Í fyrr-
nefndri tilskipun frá 1741 er sömuleiðis áréttað að bannað sé að
grípa fram í fyrir vitnum, leggja þeim orð í munn eða láta umorða
vitnisburð þeirra í dómabókina. Þá er undirstrikað að vitni skuli ein-
göngu svara dómaranum og að allar spurningar skuli fara í gegnum
hann og vera skráðar á viðeigandi stað. Loks er réttinum gert skylt
að láta lesa vitnisburðinn upphátt að lokinni vitnaleiðslu svo að
viðkomandi geti staðfest að rétt sé haft eftir og heimilað honum að
láta gera breytingar á textanum ef þess er óskað.38
Frásagnir vitna í dómabókum sýslumanna á 19. öld felast þannig
í andsvörum við spurningum dómara eða sækjanda, formúlu-
kenndri og ójafnri samræðu tveggja eða fleiri aðila.39 Spurningarnar
voru samdar í þeim tilgangi að fá fram eða upplýsa það sem gerðist,
hver var aðkoma vitnisins að því sem hafði gerst eða hvaða vitn -
eskju viðkomandi hafði um atburðinn og/eða sakborninginn (og í
einstaka tilfellum hvaða skoðun viðkomandi hafði á málinu eða
málsaðilum). Frásögnum var því frá upphafi stýrt í ákveðinn farveg
sem sá er frá sagði hafði takmörkuð áhrif á. Sá yfirheyrði var ekki
endilega að segja frá því sem honum þótti mestu skipta heldur því
sem honum var ætlað og jafnvel skipað að upplýsa um (en einnig
því sem viðkomandi vildi upplýsa um, líkt og síðar verður rætt).
Það þýðir að upplýsingar sem dómaranum þóttu augljósar, sjálf-
gefnar eða málinu óviðkomandi voru ekki til umræðu eða ekki
skráðar í dómabækur þó að fyrir öðrum (ekki síst sagnfræðingnum
sem les um málið löngu síðar) hafi umræddar upplýsingar mögu-
lega skipt höfuðmáli.40 Önnur ákvæði kváðu á um skýrmælgi og
bersögli. Þannig segir í tilskipun um réttarfar í héraðsrétti á Íslandi
frá árinu 1832 að dómarar skuli „bera umsorgun fyrir því, að vitnin
gefi nákvæmar og skilmerkilegar skýrslur um allt, sem þénað getur
stílfært og sett í samhengi 25
37 Sbr. Lovsamling for Island vI, bls. 236–237.
38 Lovsamling for Island II, bls. 332–333.
39 Sjá jafnframt umræðu um ójafnar valdaafstæður í „samtalinu“ við yfirheyrslur
hjá John H. Arnold, „The Historian as Inquisitor“, bls. 381–382.
40 Sjá umræðu kari Telste, „A Tale of Courtship or Immorality? Some Reflections
on Court Records as Narratives“, Fact, Fiction and Forensic Evidence. The
Potential of Judicial Sources for Historical Research in the Early Modern Period.
Ritstj. Sølvi Sogner (oslo: University of oslo 1997), bls. 75–82, hér bls. 79.