Saga - 2015, Side 29
„innteikna allt hvad á þíngunum fyrerfellur … epter þeirre ordu
sem þaug framløgd eru“ og jafnframt að gera það jafnóðum.
Þannig var þeim fyrirboðið að skrifa á „lausan Pappír, og sídan
skrifa þad heima hreint; heldur skulu þeir þad strax á Þínge edur
hvar Rettur inn er halldinn í sømu Bækur edur Protocolla inn -
færa“.46 Þessar reglur áttu að tryggja að rétt væri haft eftir vitnum
svo að merking vitnisburða yrði ekki skrumskæld í meðförum skrif-
arans. en jafnvel þó að skrifarar hafi samviskusamlega fylgt þeim
(sem er ekki sjálfgefið47) þá felur skrásetning munnlegs vitnisburðar
eins og hún fer fram í réttarsal alltaf í sér túlkun af einhverju tagi.48
Skrifarar þurfa m.a. að lesa í óorðaða tilfinningatjáningu á borð við
bros, hlátur og grát og leggja mat á það hvort greina eigi frá þeirri
tjáningu í skrásetningu vitnisburðarins og þá hvernig, þar sem lýsing-
ar á líkamstjáningu eða tilfinningalegri geðshræringu hafa áhrif á
merkingu textans. Það breytir t.d. skilningi lesandans á aðstæðum
þegar því er bætt við vitnisburð vinnumannsins Marteins Guð -
munds sonar, sem ákærður var fyrir þjófnað frá húsbónda sínum, að
hann hafi verið „hrærdur … svo hann grét“ af áminningum um
kristilegar skyldur sínar og breytt svo fyrri framburði sínum, sem
dómari hafði ekki tekið trúanlegan. Í sama máli var því hins vegar
bætt við framburð vinnukonunnar Guðrúnar Guðmunds dóttur, sem
einnig var ákærð fyrir þjófnað, að hún hafi við yfirheyrslur ekki sýnt
nein „ángursmerki“ og „altoflitla tilfinníngu“ gagnvart þeim brotum
sem hún játaði.49 Skrifarar verða með stílbrögðum af þessum toga
eins konar viðbótarhöfundar að texta dómabókarinnar.
stílfært og sett í samhengi 27
46 Kongs Christians þess Fimta Norsku Løg, dálkur 66–67 (1. bók, 8. kafli, 3. grein). Gísli
Ágúst Gunnlaugsson var því á villigötum þegar hann fullyrti að skrifarar sýslu-
manna hafi alla jafna endursagt frásagnir sakborninga út frá því sem þeir töldu
helst skipta máli. Sbr. Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Því dæmist rétt að vera, bls. 19.
47 Þannig ávítaði Landsyfirréttur árið 1822 héraðsdómara nokkurn fyrir „stór-
kostlegar skrifvillur“ og aðra bresti í meðferð dómsprótókollsins í máli sem
varðaði dauðsfall hreppsómaga. Sjá Landsyfirrjettardómar II, bls. 320. Slíkar ávít-
ur virðast þó ekki hafa verið algengar.
48 Sbr. Carlo Ginzburg, The Judge and the Historian. Marginal Notes on a Late-
Twentieth-Century Miscarriage of Justice (London: verso 1999), bls. 19.
49 ÞÍ. Sýslumaðurinn á Blönduósi. GA/8 2. Dóma- og þingbók 1835–1837, bls.
414, 440. Ég hef fjallað um þetta mál á öðrum vettvangi. Sjá vilhelm vilhelms -
son, „Stolið frá sýslumanni. Þjófnaðurinn í Hvammi 1835“. Óbirtur fyrirlestur
haldinn á vegum Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna í safnaðarheim-
ili Hvammstangakirkju 23. febrúar 2014.