Saga - 2015, Side 30
Í grein sinni vekur Helga kress stuttlega máls á starfi skrifarans
við réttinn, vegna orðsins „laspúvera“, en í lok yfirheyrslnanna yfir
sakborningunum í Natansmálum segir: „Agnes vidkannast ad þá
Nathan hafi verid daudur hafi hún sagt ad nú væri hann ecki ad
laspúvera sig til edur neitt af qvennfólki“.50 Nærveru skrifarans í
réttinum og texta dómabókanna er annars hvergi getið í greinum
eggerts og Helgu, en eggert vísar einnig í þennan texta án þess þó
að gera skrifarann að umtalsefni. Ástæða þess að þau veita orðinu
athygli er annars vegar sú að orðið sjálft er torskilið og þekkist ekki
í nútímaíslensku en hins vegar að skrifaranum hefur eitthvað fipast
er hann skrifaði orðið, svo að ekki er með fullu ljóst hvort stafurinn v
er þar skrifaður ofan í annan staf eða einfaldlega strikað yfir hann og
orðið eigi því að vera „laspúera“. Bæði komast þau eggert og Helga
að þeirri niðurstöðu að orðið þýði að skamma og þekkist einnig sem
„laspútera“, að „lapsa til“ og „laspra að“, sem öll hafi sömu merk -
ingu, nefnilega að hallmæla, niðra, skamma, ráðast að með stór -
yrðum, hrakyrða, straffa, hóta, tukta o.s.frv.51 Í ljósi þeirrar merkingar
sem hún leggur í sögnina að skamma dregur Helga þá ályktun að
með sögninni laspúvera vísi „Agnes augljóslega í líkamsmeiðingar og
kynferðislegt ofbeldi“ og segir þessi orð jafnframt vera „eftirmæli“
Agnesar um „kynferðisbrotamanninn“ Natan ketils son.52
en það er fátt augljóst í textum af þessu tagi. orðið er aðeins haft
eftir Agnesi, eins og Helga bendir raunar á.53 Þó að Agnes „viðkann-
ist“ að hafa sagt það yfir líkinu er með engu móti öruggt að hún hafi
sjálf notað sagnorðið laspúvera, eða jafnvel neitt í líkingu við það,
og því hæpið að tala um augljósa meiningu hennar. Helga fullyrðir
einnig að það sé „augljóst … að skrifarinn hefur verið í vandræðum
með þetta orð, ekki skilið það, og sennilega ekki sýslumaðurinn
heldur“.54 Hún vekur þannig máls á þætti sýslumannsins í mótun
og miðlun textans en þó á þeim forsendum að hann hafi ekki skilið
orðið. en mætti ekki allt eins segja að orðið sé frá honum komið?55
vilhelm vilhelmsson28
50 ÞÍ. Sýslumaðurinn á Blönduósi. GA/7 2. Dóma- og þingbók 1827–1830, bls.
246.
51 eggert Þór Bernharðsson, „Friðrik, Agnes, Sigríður og Natan“, bls. 39–40;
Helga kress, „eftir hans skipun“, bls. 105–107.
52 Helga kress, „eftir hans skipun“, bls. 106–107.
53 Sbr. Helga kress, „eftir hans skipun“, bls. 105.
54 Sama heimild, bls. 105.
55 Sá möguleiki er líka fyrir hendi að skrifarinn hafi einhverra hluta vegna farið