Saga - 2015, Qupperneq 31
Textinn er í þriðju persónu og felur í sér svar við beinni spurningu
sýslumanns, og Agnes því aðeins að jánka spurningu sem sýslu -
maðurinn hafði sett í orð, þó að vitneskjan um að Agnes hafi sagt
eitthvað þess efnis að morðinu loknu hafi væntanlega borist sýslu-
manni frá annaðhvort Sigríði eða Friðrik.56 Það er sömuleiðis ólíkl egt
að sýslumaður og skrifari hafi skráð orð í málsgögnin sem hvorugur
skildi. Þeim var ekki bara skylt samkvæmt lögum að tryggja að frá-
sagnir vitna og sakborninga væru rétt hafðar eftir heldur að merking
þeirra kæmist til skila.57 Það þýðir ekki að embættismenn hafi alltaf
fylgt þessum fyrirmælum, en í ljósi alvarleika þessa máls og almennr-
ar nákvæmni Björns Blöndal sem embættismanns þykir mér hæpið
að svo sérkennilegt orð hafi verið skráð í dómsgögnin án nokkurrar
athugasemdar ef rétt er að þeir hafi í raun ekki skilið merkingu þess.
Þá er mögulegt að orðið laspúvera hafi í þessu samhengi verið
notað sem samheiti við skammir án þess að með því hafi verið átt
við kynferðislegt ofbeldi. Helga tilgreinir ýmis dæmi um notkun
sagnarinnar að skamma í síðarnefndri merkingu, m.a. í meðförum
dómstóla í blóðskammarmálum frá lokum 17. aldar, en ekkert þeirra
er úr samtíma Natansmála og því alls ekki sjálfgefið að orðið hafi
haldið sömu merkingu í tungutaki alþýðufólks rúmri öld síðar.58 Í
öðrum nauðgunarmálum, sem finna má í dómabókum Húnavatns -
sýslu frá embættistíð Björns Blöndal, voru þessi orð ekki notuð held-
ur almennt talað um nauðgun eða nauðgunartilraun við yfir heyrsl -
ur og í skrifum embættismanna. Í heimildum á dönsku er jafnframt
talað um að „voldtage“ en hvorki „beskæmme“ né „gøre skam“ né
aðrar birtingarmyndir þess að skamma eða smána.59 Í ritmálssafni
stílfært og sett í samhengi 29
gegn fyrirmælum Norsku laga og endursagt orð Agnesar (eða sýslumannsins)
með þessum hætti.
56 Helga telur sennilegra að þetta sé komið frá Sigríði, þar sem hún hafi skilið
orðin og tekið þau til sín enda misnotuð líkt og Agnes. Fyrir þessu hefur hún
þó enga heimild og þetta eru því lítið annað en getgátur auk þess sem það er
allsendis óvíst að þau hafi notað þetta orðalag í samtali við sýslumann. Helga
kress, „eftir hans skipun“, bls. 105.
57 Sbr. Lovsamling for Island II, bls. 332. Þar er tvítekið að „vidnets egentlige ord
og Mening … rettelig er tilfört“. Áherslan er mín.
58 Helga kress, „eftir hans skipun“, bls. 113. Hún notar einnig yngri dæmi en þá
eingöngu úr orðabókum lærðra manna, en það er allsendis óvíst hvort orðið
hafi verið í notkun með þessari merkingu meðal alþýðu á öndverðri 19. öld.
59 ÞÍ. Sýslumaðurinn á Blönduósi. GA/8 2. Dóma- og þingbók 1835–1837, bls.
460–479, 502–519, 585–588, 625–636; GA/9 1. Dóma- og þingbók 1837–1842,