Saga


Saga - 2015, Page 32

Saga - 2015, Page 32
orðabókar Háskólans er ekki að finna nein dæmi heldur um sam- tímanotkun sagnarinnar að skamma sem með augljósum hætti vísar til kynferðisofbeldis.60 Það er ekki þar með sagt að kenning Helgu um að Natan hafi misnotað Agnesi og Sigríði og það hafi verið orsök morðanna sé í sjálfri sér ótrúverðug eða að tilgátan eigi ekki rétt á sér. en án skýrari heimilda er aðeins um tilgátu að ræða, ekki sönnun á því að Agnes og Sigríður hafi verið „dæmdar til dauða fyrir nauðgun karlasamfélagsins“ eins og Helga fullyrðir í lokaorð - um greinar sinnar.61 Að öðru leyti birtist hlutdeild sýslumannsins í sköpun textans og merkingu hans hvergi í greinum eggerts Þórs og Helgu, ekki frekar en í texta skrifarans, réttarhaldinu sjálfu eða þeirri lagalegu umgjörð sem þó beinlínis skapaði textann og tryggði varðveislu hans.62 Það veikir röksemdafærslur þeirra. vitnisburðum fyrir dómi var ávallt að einhverju leyti stýrt af gildandi lögum, umhverfi réttarhaldsins og þeim yfirvaldspersónum sem að málinu komu. Það þýðir þó ekki að sakborningar á borð við Agnesi, Sigríði og Friðrik hafi ekki getað haft áhrif á innihald vitnisburða sinna. en þau áhrif og túlkun þeirra er ekki án vandkvæða heldur. Mótun minninga og frásagnartækni vitnisburða Það kann að virðast augljóst, en full ástæða til að ítreka það, að auk alls hins ofangreinda mótast frásagnir vitnisburða fyrir dómi af því hvernig vitnin hafa sjálf skapað frásagnir sínar af viðkomandi atburðum, einstaklingum eða samskiptum. Samfara auknum efa- semdum sagnfræðinga á síðustu áratugum um sannleiksgildi rétt- vilhelm vilhelmsson30 bls. 50–51; GB/5 3. Fylgiskjöl dómsmála 1837–1837. Bjarni Thorarensen amt - maður til Björns Blöndal 27. maí 1837; GB/5 3. Útskrift af Húnavatnssýslu jus- tits protocoll 15. apríl 1837. 60 Ritmálssafn orðabókar Háskólans. http://www.arnastofnun.is/page/ritmals- safn. Leitað var að sögninni að skamma og nafnorðinu skömm. Skoðað 8. febrúar 2015. 61 Helga kress, „eftir hans skipun“, bls. 118. 62 Helga bendir reyndar á að á köflum séu vitnisburðir sakborninganna í óbeinni ræðu og því meira ritstýrt en þeim vitnisburðum sem eru í beinni ræðu (bls. 104). Það er þó ekkert sjálfgefið. Lesandinn hefur enga örugga leið til að ganga úr skugga um hvort og þá hvenær skrifarinn endursegir þau orð sem falla í réttarsalnum eða sýslumaðurinn ritstýrir frásögnum eða skrásetningu, og slík stílbrögð geta allt eins átt við um beina ræðu eins og óbeina.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.