Saga - 2015, Síða 34
memory) og táknminni (e. semantic memory) þar sem atviksminni
varðar persónulega upplifun en táknminni byggist á lærðri þekk-
ingu og huglægum skilningi.66 Þessar tvær gerðir minnis mynda í
sameiningu hið sjálfsævisögulega minni (e. autobiographical memory),
sem sálfræðingurinn Martin Conway hefur lýst sem eins konar
gagnabanka sjálfsins, þar sem minningar eru aðlagaðar og flokkaðar
í samræmi við sjálfsmyndir og markmið einstaklinga hverju sinni.
Hann undirstrikar að það sé í gegnum hið sjálfsævisögulega minni
sem einstaklingar öðlast aðgang að minningum sínum. Það sé ekki
hægt að rifja upp eða segja frá upplifunum eða atvikum án þess að
setja þau í þetta samhengi.67 Heimspekingurinn Christoph Hoerl
hefur undirstrikað hlutverk frásagnar í þessari samhengissköpun
minninga. Það sé með því að atvik, reynsla eða túlkun sé sett í þekk-
ingarbært orsakasamhengi, þar sem eitt leiðir til annars með rök-
rænum hætti, að minning verður til.68 Frásögn þarf í þessu sam -
hengi ekkert endilega að fela í sér notkun tungumáls (t.d. virki
minni ómálga barna með sama hætti), en hún gerir það í flestum til-
fellum. Af því leiðir að minningar eru alltaf félags- eða menningar-
lega mótaðar með einhverjum hætti. Þær mótast af, eða taka í það
minnsta mið af, ríkjandi orðræðu á hverjum stað og hverjum tíma
sem og þeim hugmyndaheimi/um sem einstaklingar búa við.69 Þær
taka einnig breytingum í tíma og rúmi samfara ólíkum og breytileg-
um þörfum sjálfsins. Þær eru, með orðum sagnfræðingsins Aleida
vilhelm vilhelmsson32
66 endel Tulving, „episodic and Semantic Memory“, Organization of Memory.
Ritstj. endel Tulving og Wayne Donaldson (New york: Academic Press 1972),
bls. 381–402.
67 Martin A. Conway, „Memory and the Self“, Journal of Memory and Language
53:4 (2005), bls. 594–628, hér bls. 608–620. Brynja Þorgeirsdóttir hefur undir-
strikað þetta í nýlegri grein um sköpun og framsetningu sjálfsmyndar í ævi-
sögu Guðrúnar ketilsdóttur. Sjá Brynja Þorgeirsdóttir, „Upprisa Guðrúnar
ketils dóttur. Sjálfsmynd og sviðsetning í elstu varðveittu sjálfsævisögu ís -
lenskrar alþýðukonu sem áður var túlkuð sem gamansaga af flóni“, Skírnir 188
(haust 2014), bls. 381–409, hér bls. 401–403.
68 Christoph Hoerl, „episodic Memory, Autobiographical Memory, Narrative. on
Three key Notions in Current Approaches to Memory Development“, Philo -
sophical Psychology 20:5 (2007), bls. 621–640, hér bls. 631–634.
69 Sjá umfjöllun hjá Þorsteini Helgasyni í Minning og saga í ljósi Tyrkjaránsins
(Reykjavík: Hugvísindastofnun Háskóla Íslands 2013), bls. 44–46, og Sigurði
Gylfa Magnússyni í Sjálfssögur. Minni, minningar og saga (Reykjavík: Háskóla -
útgáfan 2005), bls. 179–217, hér bls. 194–204.