Saga - 2015, Side 35
Assmann, í „stöðugu ferli endursköpunar og endurskráningar í
hinu síkvika nú-i“.70
vitnisburður einstaklinga í sögulegum heimildum byggist þannig
á minningum sem urðu til í gegnum huglæga innbyrðis frásögn
viðkomandi sem þó er aldrei óháð mótandi áhrifum menn ingar og
félagsgerðar. Þær minningar hafa svo að öllum líkindum tekið
breytingum, ef einhver tími hefur liðið á milli atburðar og frásagnar
og þar með gefist tóm til að íhuga þær og endurskoða, og þær verið
settar í annars konar samhengi. Það má t.d. velta því fyrir sér hvort
og þá hvernig minningar þeirra Friðriks, Agnesar og Sig ríðar af hin-
um örlagaríku atburðum aðfaranótt 14. mars 1828 hafi breyst á
þeirri rúmu viku sem leið frá morðbrennunni fram að hand töku
þeirra og fyrstu yfirheyrslunum í málinu. eggert Þór undir strikar að
þau hafi aldrei hist þrjú saman eftir handtökurnar „og gátu því ekki
borið saman bækur sínar um atburði eða samstillt frásagnir sínar“.
Þetta tekur hann fram til að undirstrika sannleiksgildi frásagna
þeirra þar sem þremenningunum bar „almennt saman hvað varðar
atburðarásina“. en hann hvorki ræðir möguleikann á því að þau
hafi talað sig saman um framsetningu sögunnar fyrir handtökurnar
né gerir sér mat úr þeim mun sem hann telur þó vera á framburði
þeirra, en líkt og eggert segir frá gerðu konurnar heldur meira úr
framgöngu Friðriks um nóttina á meðan Friðrik lýsir konunum sem
fullgildum og meðvituðum þátttakendum í öllu ferl inu.71
Það er þó enn líklegra að minningar þeirra um eldri samskipti,
upplifanir og tilfinningar hafi tekið breytingum í kjölfar þess vendi-
punkts sem varð þegar Natan var drepinn. Trámatísk reynsla (og
þátttaka í morði hlýtur að falla í þann flokk) hefur á margan hátt
öfgakennd áhrif á minnið. Sumir ýkja upplifunina og þátt sinn í
atburðinum en aðrir draga úr alvöru hennar auk þess sem þekkt eru
dæmi um að einstaklingar skapi falskar minningar um slíka reynslu.72
Þar að auki má gera ráð fyrir því að þar sem trámatískir atburðir séu
líklegir til að gjörbreyta sjálfsmynd einstaklinga fylgi þeim með -
vituð eða ómeðvituð endurskoðun á öðrum minningum. Það þarf
stílfært og sett í samhengi 33
70 Aleida Assmann, „Transformations between History and Memory“, Social
Research 75:1 (2008), bls. 53: „a process of continuous reinscription and reconst-
ruction in an ever-changing present“.
71 eggert Þór Bernharðsson, „Friðrik, Agnes, Sigríður og Natan“, bls. 34–35.
72 David B. Pillemer, „Can the Psychology of Memory enrich Historical Analyses
of Trauma?“, History and Memory 16:2 (2004), bls. 142; Martin A. Conway,
„Memory and the Self“, bls. 597–599.