Saga - 2015, Page 36
þess vegna að taka því með ákveðnum fyrirvara (sem hvorki eggert
Þór né Helga virðist gera) þegar sakborningar í Natans málum rifja
upp samtöl sem þau hafa áður átt, skammir sem þau hafa orðið fyrir
og tilfinningar sem þau hafa haft mánuðum og jafnvel árum áður en
morðið átti sér stað. Upplifun endurbirtist ekki óbreytt í upprifjun-
um. Hún er afurð úrvinnslu og túlkunar sem tekur meðal annars
mið af reynslu viðkomandi einstaklings í milli tíðinni, tilgangi upp-
rifjunarinnar og mögulegum áhrifum hennar á sálarlíf viðkomandi
á þeirri stundu sem upprifjunin fer fram. Það er ekki þar með sagt
að minningar í upprifjun séu endilega rangar, og því síður að þær
séu ómarktækar heimildir um atburði eða reynslu einstaklinga af
þeim, en þær eru ekki ósnortnar af áhrifum þessa ferlis og fræðileg
greining á þeim þarf að taka það með í reikning inn.73
við það bætast svo markmið einstaklingsins þegar upprifjunin á
sér stað sem og efnislegar takmarkanir ólíkra heimildagerða á
möguleika viðkomandi til að tjá sig. Þannig telur Natalie Zemon
Davis t.d. að samræðueinkenni yfirheyrslna fyrir dómi, þ.e. spurn-
ingar dómara og svör vitna/sakborninga, geri það að verkum að
einstaklingnum reynist erfitt að skapa heildstæða frásögn. vitni og
sakborningar fyrir rétti hafi takmarkaða möguleika til að stjórna frá-
sögn sinni, sem verði fyrir vikið brotakennd og tætingsleg. Þess
vegna notaðist hún við bónarbréf um sakaruppgjöf frekar en yfir-
heyrslur í rannsókn sinni.74 en spurningin ætti kannski ekki að vera
hvort heldur hvernig vitni og sakborningar móta vitnisburði sína við
yfirheyrslur. Í því samhengi hefur enski sagnfræðingurinn Tom
Johnson talað um mikilvægi þess að gæta að umhverfi réttarhalds -
ins við greiningu á orðræðu í vitnisburðum fyrir dómi. Hann telur
að vitni (eða sakborningar) hafi alla jafna búið yfir hæfni til þess að
hagnýta bæði lagalega umgjörð réttarkerfisins og ríkjandi menning-
arlega orðræðu til að hafa áhrif á merkingu og innihald — og þar
með viðtökur — vitnisburða sinna.75 vitnisburðir séu ekki aðeins
vilhelm vilhelmsson34
73 Sjá jafnframt gagnlega en þó ekki með öllu hliðstæða umfjöllun Dominick
LaCapra um heimildagildi vitnisburða fórnarlamba helfararinnar. Dominick
LaCapra, Writing History, Writing Trauma (Baltimore: The Johns Hopkins Uni -
versity Press 2001), bls. 86–91.
74 Natalie Zemon Davis, Fiction in the Archives, bls. 5–6.
75 Tom Johnson, „The Preconstruction of Witness Testimony. Law and Social
Discourse in england before the Reformation“, Law and History Review 32:1
(2014), bls. 127–147, sér í lagi bls. 139–140 og 143–147.