Saga - 2015, Side 37
endurómur tiltekinnar orðræðu heldur dæmi um meðvitaða notkun
hennar í samhengi við aðstæður. Þeir séu dæmi um iðkun og hag -
nýtingu hennar innan ramma þess umhverfis þar sem hún á sér
stað, þ.e.a.s. við rannsókn á lögbroti. vitnisburðir einstaklinga séu
með öðrum orðum ætlaðir tilteknum áheyrendahópi. einstak ling -
arnir tali inn í ákveðið menningarumhverfi, sníði frásögnina í sam-
ræmi við það og með eigin hag fyrir brjósti.76
Athyglisvert dæmi er mál sem Stefán Þorfinnsson, vinnumaður
á amtmannsbúinu á Friðriksgáfu (Möðruvöllum) í eyjafirði, höfðaði
árið 1849 gegn húsmóður sinni, vilhelmínu Lever, og ráðsmanni
hennar, Birni eggertssyni. Stefán stefndi þeim fyrir ólöglega brott-
vísun úr vistinni og illa meðferð en hann sagði Björn hafa barið sig
í höfuðið. Þau neituðu bæði sök.77 Málsatvik voru þau að dag nokk -
urn fór Stefán að atyrðast um meint höfuðhögg við Björn ráðsmann
í baðstofunni á matmálstíma. vilhelmína skipaði honum þá út fyrir
að borða því hún þyldi engan ófrið í baðstofunni. Stefán neitaði hins
vegar að fara út fyrir nema hann færi alfarinn úr vistinni en hún
svaraði því til að hann mætti fara ef hann vildi. Hann túlkaði um -
mælin sem svo að hann væri rekinn úr vistinni. yfirgaf þá Stefán
heimilið og kærði vistarbrigðin til sýslumanns.78
Í yfirheyrslum kom hins vegar í ljós að meira lá að baki. einn
vinnumaður sagði Stefán hafa haft á orði við sig orðróm um að hon-
um (Stefáni) og ef til vill fleirum yrði vísað burt úr vistinni um
haustið en að Stefán „hjeldi hann bidi ekki haustsins“.79 Atburða -
rásinni í baðstofunni var lýst á þann hátt að vilhelmína Lever hafi
sagt Stefáni að hann mætti fara burt úr vistinni fyrst hann vildi það.
Þá hafi hann sagt: „segid þjer mjer þá ad fara?“ en hún hafi sagt nei,
en hann megi fara ef hann sjálfur vilji. Stefán hafi þá sagt: „eg vil
ekki fara, nema þjer viljid, ad eg fari“. Þá hafi vilhelmína svarað: „eg
vil þú farir, þegar þú vilt ekki vera“.80
Hvort haft er orðrétt eftir eða atburðum nákvæmlega lýst skiptir
ekki öllu máli heldur hvað lesa má úr uppákomunni sem slíkri.
stílfært og sett í samhengi 35
76 Sjá einnig kari Telste, „A Tale of Courtship or Immorality?“, bls. 81, og Laura
Gowing, Domestic Dangers, bls. 54–58.
77 ÞÍ. Sýslumaðurinn á Akureyri. Iv.B. 23. Dóma- og þingbók 1849–1851, bls. 36v–
38v.
78 Sama heimild, bls. 36v.
79 Sama heimild, bls. 37r.
80 Sama heimild, bls. 37v–38r.