Saga - 2015, Page 38
orðaskipti Stefáns og vilhelmínu benda til þess að hann hafi reynt
að hagræða málum þannig að hann yrði rekinn úr vistinni og gæti
fengið það staðfest fyrir dómi. Þar sem hann hafði heyrt orðróm um
að til stæði að reka hann úr vistinni má ætla að hann hafi viljað hafa
áhrif á það með hvaða hætti sú brottvísun færi fram. Þeim hjúum
sem var vísað burt að ósekju mátti veita lausamennskuleyfi, ættu
þau sér ekki annan farborða, og ef hann gat fengið húsbændur sína
dæmda fyrir illa meðferð og ólögmæta brottvísun úr vistinni átti
hann möguleika á að fá dæmda til sín restina af kaupi sínu og jafn -
vel einhverjar skaðabætur.81 Þess vegna valdi hann baðstofu á mat-
málstíma fyrir uppsteyt sinn gagnvart yfirboðurum sínum og þess
vegna ásakaði hann Björn um að hafa veitt sér höfuðhögg. Húsaga -
tilskipunin heimilaði húsbændum og ráðsmönnum þeirra að straffa
hjú sín en fyrirbauð sérstaklega höfuðhögg. Þau voru lagalega skil-
greind sem ill meðferð.82
Stefán skipulagði atferli sitt og hagaði málflutningi sínum þannig
að löggjöfin myndi virka honum í hag. Atferli hans í baðstofunni og
ásökun hans í garð Björns ráðsmanns stjórnaði því hvað rætt var um
við réttarhaldið en hann hafði hins vegar ekki fulla stjórn á því
hvernig rætt var um það, og það kom honum um koll.83 Það er í það
minnsta mín túlkun á máli Stefáns. vafalaust má lesa það á margan
annan hátt. Það undirstrikar aftur enn einn mikilvægan þátt í merk-
ingarsköpun texta dómabóka: skilning og túlkun þess sem les hann.
Þannig benti sagnfræðingurinn e. P. Thompson á að það sem fólkið
í réttarheimildum sé fært um að „segja“ sé alltaf háð þeim spurning-
um sem sá sem les textann spyr. Í þeim orðum má heyra enduróm af
kenningum heimspekingsins Hans Gadamer, sem leit svo á að merk-
ing sögulegra heimildatexta skapist ekki aðeins af tjáningarmarkmiði
(e. communicative intent) höfundar textans heldur sambandinu á milli
textans og lesandans, þar sem hver lesandi nálgast textann út frá
öðru samhengi en sá sem skrifaði hann.84 Í stuttu máli: Merking text-
vilhelm vilhelmsson36
81 Lovsamling for Island Iv („Forordning ang. Lösemænd paa Island“ 19. febrúar
1783), bls. 683–686, hér bls. 684; Lovsamling for Island II („Anordning om
Hustugt paa Island“ 3. júní 1746), bls. 605–620, hér bls. 615.
82 Lovsamling for Island II, bls. 609 og 613.
83 Stefán féll á endanum frá ákærunni þar sem hann þótti ekki getað sannað að
vilhelmína hefði berum orðum rekið hann úr vistinni.
84 Sjá umfjöllun hjá ellen kay Trimberger, „e. P. Thompson. Understanding the
Process of History“, Vision and Method in Historical Sociology. Ritstj. Theda