Saga - 2015, Blaðsíða 39
ans sem finna má í heimild skapast bæði af höfundinum og lesand-
anum. Aðkoma lesandans stjórnast svo aftur af því í hvaða tilgangi
hann er að spyrja textann spurninga, hvaða hlutverk hann ætlar
sjálfum sér í því ferli, hvað hann gerir við „svörin“ sem hann fær
og hvernig hann fer með vald sitt yfir viðfangsefninu.85 Sagn fræð -
ingar vinna t.d. eftir ákveðnum starfsvenjum sem taka mið af því
hvers konar rannsókn þeir vinna að hverju sinni. Spurn ingarnar
eru með öðrum orðum ekki eingöngu frá viðkomandi lesanda
komnar heldur mótast af starfsumhverfi hans. Þegar kemur að rétt-
arheimildum verður þetta svo enn flóknara, því eins og hér hefur
verið rætt eiga slíkir textar sér fleiri en einn höfund með fleiri en
eitt tjáningarmarkmið og spurningar sagnfræðingsins þurfa að taka
mið af því.
Merking þeirra upplýsinga sem finna má í vitnisburðum fyrir
dómi er því afurð túlkunar margra aðila sem nálgast þær með afar
ólík markmið í huga: vitnisins, dómarans, sækjenda og verjenda,
skrifarans og lesandans. Túlkunin er marglaga (e. multilayered), ekki
ósvipað lauk. Líkt og með laukinn þá er ekki hægt að fletta þessum
lögum vitnisburða í sundur til að finna einhvern kjarna heldur sam-
anstanda þeir eingöngu af þessum lögum túlkunar. Án þeirra stend-
ur ekkert eftir. Fyrir vikið koma upp áleitnar spurningar um þekk-
ingarfræðilegt gildi þeirra: ef fræðimaðurinn á svo stóran þátt í
merkingarsköpun heimildatextans, sem er jafnframt tilsniðin frá -
sögn með marga eiginlega höfunda og „sannleiksgildi“ textans þar
með afstætt og háð sjónarhorni, er þá hægt að fullyrða nánast hvað
sem er um innihald hans? og eru þá allar fræðilegar túlkanir á texta
vitnisburða fyrir dómi jafngildar? Ég tel að svo sé ekki, þar sem
vitnisburðir réttarheimilda eiga sér stað í samhengi við ytri kring-
umstæður sem setja merkingu — og þar með túlkun — þeirra
ákveðin mörk. Ég hef þegar gert réttarfarslegt samhengi þeirra að
umtalsefni en takmörk merkingar þeirra eiga sér einnig félags- og
menningarsögulegt samhengi.
stílfært og sett í samhengi 37
Skocpol (Cambridge: Cambridge University Press 1984), bls. 211–243, hér bls.
228–229. Tilvitnun í Thompson er frá henni.
85 Hér er m.ö.o. ekki aðeins um aðferðafræðileg eða þekkingarfræðileg vanda mál
að ræða heldur einnig siðferðileg. Sbr. John H. Arnold, „The Historian as
Inquisitor“, bls. 381–385; John Beverly, Subalternity and Representation. Argu -
ments in Cultural Theory (Durham: Duke University Press 1999), bls. 29–38.