Saga - 2015, Qupperneq 42
vægi félagslegs og menningarlegs samhengis í meðferð heimilda á
borð við vitnisburði fyrir dómi. vissulega stjórnast sköpun sögulegs
samhengis af þeim spurningum sem fræðimaðurinn legg ur upp
með, en túlkun hans takmarkast af því hvort, og þá hvaða, stað -
reyndir finnast í heimildum sem geta rennt stoðum undir þessa
túlkun og hvernig þær standast samanburð við sambærilegar stað -
reyndir.
Í greinum eggerts Þórs Bernharðssonar og Helgu kress er sögu-
legt samhengi atburðanna sjaldan rætt berum orðum. Þar er þó að
finna ýmsar ályktanir og fullyrðingar sem vísa til þess. Þannig segir
eggert Þór að það sé engu líkara en atburðirnir á Illugastöðum hafi
átt sér stað í „nánast ‚löglausu‘ umhverfi“ vegna þess að málaferlin
leiddu í ljós fjölda annarra afbrota, sér í lagi sauðaþjófnaði Friðriks
og fjölskyldu hans í katadal.93 Þetta tekur Helga kress gagnrýnis-
laust upp og tengir meinta (með)vitund sveitunga á vatnsnesi um
„húsbóndarétt“ (les: nauðgun) Natans á Agnesi og Sigríði við um -
rædda lögleysu.94 en eitt tilvik þar sem gömul lögbrot uppgötvast
við rannsókn á allt öðru broti getur eitt og sér varla verið vísbending
um almennt lögleysi á svæðinu. Reyndar var það alvana legt að slíkt
kæmi upp við rannsókn sakamála bæði hér á landi og erlendis.95
Það var að hluta til fylgifiskur þeirrar réttarvenju að spyrja öll vitni
hvort þau viti nokkuð ófrómt um sakborninga málsins. Að mati hol-
lenska sagnfræðingsins Pieters Spierenburg var þetta einkenni saka-
mála einnig afleiðing af takmarkaðri getu yfirvalda í evrópu fyrr á
öldum til að takast á við lögbrot og tilhneigingu almennings til þess
að leysa úr minniháttar málum án aðkomu hins opinbera. Það hafi
ekki verið fyrr en viðkomandi reyndist óforbetranlegur sem leitað
vilhelm vilhelmsson40
93 eggert Þór Bernharðsson, „Friðrik, Agnes, Sigríður og Natan“, bls. 33.
94 Helga kress, „eftir hans skipun“, bls. 108–109 og nmgr. 46.
95 Það á t.d. við um annað frægt sakamál frá sama áratug og Natansmál, þ.e.
kambsránið svokallaða í Árnessýslu. við yfirheyrslur yfir sakborningum
komu í ljós sauðaþjófnaðir Sigurðar Gottsvinssonar allt aftur í barnæsku,
athæfi sem hann lærði af föður sínum. Sverrir kristjánsson, „Óöld í Árnes -
sýslu“. Sverrir kristjánsson og Tómas Guðmundsson, Undir Hauststjörnum.
Íslenzkir örlagaþættir (Reykjavík: Forni 1965), bls. 101–131. Önnur dæmi er að
finna í: ÞÍ. Sýslumaðurinn á Blönduósi, GA/10 1. Dóma- og þingbók 1860–
1864, bls. 1–3, 6–10; GA/6 2. Dóma- og þingbók 1819–1821, bls. 280–287;
GA/11 5. Dóma- og þingbók 1879–1881, bls. 61r–67v; Lbs.-Hbs. Jóhanna Þ.
Guðmundsdóttir, „Sá kann ekki að stela sem ekki kann að fela“, bls. 55.