Saga - 2015, Qupperneq 44
unum þeirra. en burtstrok Agnesar undirstrikar aðra undankomu-
leið sem vinnuhjú í hennar stöðu gátu gripið til. Flótti úr vist var
raunar landlægt „vandamál“101 auk þess sem flótti (eða strok) hefur
í mannkynssögunni verið ein af algengustu undankomuleiðum
undirsáta undan hvers kyns valdboði.102 Dómabækur sýslumanna,
sáttanefndabækur og sambærilegar heimildir eru uppfullar af mál-
um þar sem hjú hafa yfirgefið vist sína í óleyfi.103 Stundum komust
þau undan fyrir fullt og allt en í öðrum tilvikum dugði flóttinn til að
vekja athygli á vondri meðferð eða komast undan rétt á meðan hús-
bændum rann reiðin. Hver sem ástæðan var, þá var það algengt að
hjú strykju úr vist sinni. Um þá athöfn var orðið „strok“ eða eitt -
hvert samheiti þess oft notað í heimildum.104 Það er því ekkert í
fyrrgreindum orðum Sigríðar sem bendir til þess að hún og Agnes
hafi verið haldnar sem fangar á Illugastöðum, ekki frekar en önnur
vinnu hjú á íslenskum sveitaheimilum á þessum tíma, þó að það sé
ekki þar með útilokað. Slík fullyrðing þarf nánari rökstuðning
byggð an á heimildum sem sýna fram á að samhengi þessa tiltekna
stroks sé af öðrum toga en sambærileg mál frá sama tíma. Staðreynd
á borð við flótta úr vist og frásögn af honum í vitnisburði fyrir dómi
vilhelm vilhelmsson42
101 Það var auðvitað bara vandamál fyrir húsbændur, ekki fyrir vinnufólkið sem
slapp þannig frá barsmíðum, svelti eða bara almennt vondri vist.
102 Sjá t.d. James C. Scott, The Art of Not Being Governed. An Anarchist History of
Upland Southeast Asia (New Haven: yale University Press 2009), bls. 127–177;
Jacek kochanowicz, „Between Submission and violence. Peasant Resistance
in the Polish Manorial economy of the eighteenth century“, Everyday Forms
of Peasant Resistance. Ritstj. Forrest D. Colburn (London: M. e. Sharpe Inc
1989), bls. 34–63, hér bls. 52–54; Michael Adas, „From Avoidance to Con -
frontation. Peasant Protest in Precolonial and Colonial Southeast Asia“,
Comparative Studies in Society and History 23:2 (1981), bls. 217–247; Stephanie
Camp, Closer to Freedom. Enslaved Women and Everyday Resistance in the Plantation
South (Chapel Hill: University of North Carolina Press 2004), bls. 35–59.
103 Það hefur enginn gert tölfræðilega úttekt á tíðni slíkra mála en máli mínu til
stuðnings má benda á eftirfarandi dæmi: ÞÍ. Sýslumaðurinn á Blönduósi.
GA/18 3. Dómabók 1830–1841, bls. 107–108; GA/8 1. Dóma- og þingbók
1830–1835, bls. 122–126, 225–230. ÞÍ. Sáttanefndabækur. XvI. Hún. F. engi -
hlíðarumdæmi sáttabók 1799–1890, bls. 24–25, 42–43; XvI. Hún. B. vesturhóp
1. Sáttabók 1801–1872, bls. 118–119 og 139–142.
104 Sjá t.d. ÞÍ. Sýslumaðurinn á Blönduósi. GA/8 2. Dóma- og þingbók 1835–
1837, bls. 520; GA/7 2. Dóma- og þingbók 1827–1830, bls. 409. ÞÍ. Sátta -
nefnda bækur. XvI. Hún. F. engihlíðarumdæmi sáttabók 1799–1890, bls.
24–25.