Saga - 2015, Page 48
Saga LIII:1 (2015), bls. 46–69.
steinunn kristjánsdóttir
Ankorítar og hermítar á Íslandi
Um einsetulifnað á miðöldum1
Rómakirkja hafði mikil og mótandi áhrif á daglegt líf fólks í evrópu á vík-
ingaöld og miðöldum. Þéttriðið tengslanet hennar, með páfann í Róm sem
æðsta yfirmann, sá um að fylgja markmiðum hennar eftir í hverju landi fyrir
sig í gegnum útstöðvarnar, sem voru erkibiskupsstólarnir, biskupsstólarnir
og klaustrin. Tveir biskupsstólar og allt að fjórtán klaustur voru rekin í
skemmri eða lengri tíma hér á landi þegar áhrif Rómakirkju voru mest.
Samhliða klausturlifnaði dafnaði einseta víðast innan þeirra samfélaga sem
Rómakirkja teygði anga sína til. Hér verður reynt að grafast fyrir um ein-
setulifnað á Íslandi en í það minnsta ellefu einsetukarlar og -konur eru nafn-
greind í íslenskum heimildum frá landnámi til loka 13. aldar og frásagnir af
þeim þekktar. en hvaða fólk var þetta og hvaða réð vali þess á einsetu? var
hér fyrst og fremst um að ræða ríka trúarhneigð eða tóku menn upp einsetu-
lifnað sem einu undankomuleiðina frá hjónabandi eða sambúð?
Áhugi á sögu og þróun einsetulifnaðar í evrópu hefur aukist jafnt
og þétt undanfarinn áratug, samhliða vaxandi áhuga á miðalda-
fræðum almennt.2 Fyrstu heimildir um einsetu greina frá slíkum
lifnaði í eyðimörkum egyptalands seint á 3. öld, en síðan þá hefur
form hans þróast mikið enda þótt grundvallarmarkmið einsetu-
lifnaðar hafi ætíð verið það sama: að draga sig út úr veraldlegu líf-
1 Rannsóknin að baki greininni var unnin innan ramma verkefnis sem ber yfir-
skriftina „klaustur á Íslandi“ og er rekið fyrir fjárframlög frá Rannís, Rannsókna -
sjóði Háskóla Íslands og Nýsköpunarsjóði námsmanna. Höfundur þakkar
Hrafnhildi Helgu Halldórsdóttur, nema í fornleifafræði, fyrir ómetanlega að stoð
við að safna gögnum um einsetufólk á Íslandi.
2 Sjá t.d. greinasafnið Anchoritic Traditions of Medieval Europe. Ritstj. Liz Herbert
McAvoy (Woodbridge: Boydell Press 2010); Roberta Gilchrist, „Medieval
Archaeology and Theory. A Disciplinary Leap of Faith,“ Reflections: 50 Years of
Medieval Archaeology. Ritstj. Roberta Gilchrist og Andrew Reynolds (Leeds:
Maney Publishing 2009), bls. 385–408; Alexandra McClain, „Theory, Disciplin -
ary Perspectives and the Archaeology of Later Medieval england,“ Medieval
Archaeology 56 (2012); Mari Hughes-edwards, Reading Medieval Anchoritism.
Ideology and Spiritual Practices (Cardiff: University of Wales Press 2012).