Saga - 2015, Page 51
ankorítar og hermítar á íslandi 49
verður mið af þessum nálgunum í greininni og frásagnir af einsetu-
fólki á Íslandi skoðaðar út frá félagslegu sjónarmiði, um leið og þær
verða settar í samhengi kristnivæðingarinnar í evrópu á víkingaöld
og miðöldum. Þær verða þannig notaðar til þess að greina fyrirkomu-
lag einsetu í íslensku miðaldasamfélagi en markmiðið er að kanna
hvort ástæðurnar fyrir ákvörðun hvers og eins um einlífi megi finna
í þeirri friðhelgi sem einsetunni fylgdi frá hjónabandi eða sambúð.
Kristnivæðingin á Íslandi
Mikilvægt er að hafa í huga þegar kristnivæðingin á Íslandi er
skoðuð að hún er hluti af evrópskri kristnisögu, enda byggðist
íslenskt samfélag upp af sömu þjóðfélagshópum og byggðu evrópu.
Þegar einsetulifnaður breiddist út með kristninni, frá Miðjarðarhafi
til nyrstu samfélaga hennar, varð hann snemma að viðurkenndum
lífsmáta víðast hvar um álfuna. Hann náði fyrst til Rómaríkis þegar
trúfrelsi var veitt þar á 4. öld, en þegar Rómaríki klofnaði í austur-
og vesturhluta öld síðar greindist kristnin í rétttrúnaðarkirkjuna og
kaþólsku kirkjuna með höfuðstöðvar sínar í Róm. kaþólska kirkjan
þandist síðan út norður eftir allri álfunni í gegnum útstöðvar sínar,
sem voru erkibiskupsstólar, biskupsstólar og klaustur. Nokkuð
algengt varð þá að einsetumunkar tækju sig saman og breyttu setr-
um sínum í eiginleg klaustur. Dæmi um það er eitt þekktasta klaust-
ur heims, benediktínaklaustrið í St. Gallen í Sviss.7
víkingunum tókst sem kunnugt er að hefta útþenslu Rómakirkju
og klausturlifnaðar meðal germanskra samfélaga í N-evrópu með
herferðum sínum sem hófust við lok 8. aldar, en upphafið er venju-
lega rakið til árásarinnar á Lindisfarneklaustrið við norðaustur -
strönd englands. Rómakirkja náði engu að síður vopnum sínum á
ný á yfirráðasvæðum víkinga á 10. og 11. öld, á Bretlandseyjum og
norðurhluta Frakklands, og innleiddi síðan með áberandi skjótum
hætti regluboð kaþólskrar kristni í stjórnskipan þjóða þeirra sem og
á Norðurlöndum. Sagt er að klausturlifnaður hafi gengið í endur -
nýjun lífdaga eftir að herferðum víkinga lauk í N-evrópu á 11. öld.
7 Paul Lane, „The Archaeology of Christianity in Global Perspective“, Archaeology
and World Relition. Ritstj. Timothy Insoll (London og New york: Routledge 2001),
bls. 148–181; C. H. Lawrence, Medieval Monasticism. Forms of Religious Life in
Western Europe in the Middle Ages. Þriðja útgáfa (edinburgh: Longman 2001), bls.
1–16, 26; Mari Hughes-edwards, Reading Medieval Anchoritism, bls. 3–4.