Saga - 2015, Side 52
steinunn kristjánsdóttir50
Nýstofnanir klaustra á 11. öld og fyrri hluta 12. aldar skiptu hundr -
uðum í Skandinavíu einni en yfir 90 nýjar reglur voru stofn aðar í
norðvesturhluta evrópu fram á 16. öld.8 Samhliða klaustrunum
þreifst einsetulifnaðurinn sem aldrei fyrr.
Ísland var svo sannarlega ekki undanþegið útþenslu Rómakirkju
frekar en landvinningum norrænna víkinga. Rúmri einni öld eftir að
þeir námu hér land samþykktu þeir að Íslendingar allir skyldu taka
skírn en það var eftir að heiðnir og kristnir menn höfðu sagt sig
úr lögum hvorir við aðra. enda þótt ljóst sé að kristnitakan árið
999/1000 hafi aðeins verið afmarkaður þáttur í kristnivæðingu
Íslendinga — sem vissulega stendur enn yfir — fólst í henni sú
mikil væga ákvörðun að fylgja lögum kristinna manna. Fyrirmyndin
kom ugglaust frá höfuðstöðvum kristinnar kirkju í Róm en hug-
myndafræði hennar hafði þá þegar sett mark sitt á allflest samfélög
evrópu. Írar, Skotar, englendingar, Þjóðverjar og síðast Danir höfðu
tekið kristna trú aldirnar á undan Íslendingum, en Færeyingar,
Norðmenn, orkneyingar og norrænir menn á Grænlandi kristnuð -
ust um svipað leyti. Þegar leið á kaþólskan tíma fylgdi Rómakirkja
síðan markmiðum sínum eftir í hverju landi fyrir sig í gegnum
erkibiskupsstólana, biskupsstólana og klaustrin. Saman mynduðu
þessar stofnanir allar þéttriðið tengslanet sem náði er fram liðu
stundir um alla álfuna, með páfann í Róm sem æðsta yfirmann.9
kirkjan á Íslandi tilheyrði, svo sem þekkt er, erkibiskupsstól
Norðurlandabúa í Brimum í Þýskalandi frá kristnitökunni og til
1104 er biskupsstóll Íslendinga var fluttur til Lundar í Danmörku.
Tímabilið 1153–1537 heyrði kirkjan á Íslandi síðan undir erkibis-
kupsstólinn í Niðarósi ásamt Noregi, Grænlandi, Færeyjum, Suður -
eyjum og Mön. Innan hans voru starfræktir tíu biskupsstólar, þar af
tveir á Íslandi — á Hólum og í Skálholti. Tveir aðrir erkibiskupsstól-
ar voru þá á Norðurlöndum, í Lundi og Uppsölum með biskups -
stóla í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi.10 og árið 1030 — aðeins
8 Mick Aston, „The expansion of the Monastic and Religious orders in europe
from the eleventh Century“, Monastic Archaeology. Ritstj. Graham kewill, Mick
Aston og Teresa Hall (oxford: oxbow Books 2001), bls. 9–11.
9 Hjalti Hugason, „Frumkristni og upphaf kirkju“, Kristni á Íslandi I (Reykjavík:
Alþingi 2000); Jón viðar Sigurðsson, Det norrøne samfunnet. Vikingen, kongen,
erkebiskopen og bonden (oslo: Pax Forlag 2008); Sæbjørg Walaker Nordeide, The
Viking Age as a Period of Religious Transformation (Turnhout: Brepols 2011).
10 Jón viðar Sigurðsson, Det norrøne samfunnet, bls. 147–151; Sæbjørg Walaker
Nordeide, The Viking Age as a Period of Religious Transformation, bls. 79–80.