Saga - 2015, Page 58
steinunn kristjánsdóttir56
upp afar þéttriðið net sitt um alla álfuna, þá kom margt af því sem
hún boðaði með lögum og reglugerðum seint eða aldrei til fram-
kvæmda. Svo virðist sem kennisetningar kaþólskrar kirkju um lysti -
semdir holdsins og áunnar syndir mannsins hafi ögrað hvað mest
ríkjandi lifnaðarháttum í evrópu.26 Það var nefnilega ekki aðeins
tekist á um iðkun kristinnar trúar, hið andlega og veraldlega, heldur
hverfðust deilurnar fyrst og fremst um rótgrónar hefðir og viðmið
sem riðluðust við kristnitökuna — hefðir um skiptingu og ráðstöfun
eigna og valdið sem þeim fylgdi.
Hjónaband, fylgilag, frillulíf eða einlífi?
Heimildir sýna að deilt var um sambúðarmál í allri v-evrópu á
kaþólskum tíma, ekki síst vegna einkvænisins sem Rómakirkja inn-
leiddi um leið og hún bannaði aðra sambúðarhætti sem lengi höfðu
tíðkast, s.s. frillulíf og fylgilag. Þá krafðist hún ennfremur skírlífis
presta og annarra kirkjunnar manna. Reglur Rómakirkju, sem inn-
leiddar voru í íslensk lög, fólu raunar ekki aðeins í sér innleiðingu
einkvænis og skírlífis heldur einnig bann við giftingu blóðskyldra
einstaklinga, fyrst að sjömenningatengslum en síðar fjórmenninga
og þeirra sem tengdust í gegnum fyrri sambúð, hjónabönd eða
guðsifjar.27 Tilgangur hjónabanda og sambúðar var vissulega ætíð
fjölgun mannkyns við barngetnað, en ljóst er að sambandsform
hvers konar voru um leið grunnur pólitískra og efnahagslegra hags-
muna. Samkvæmt Festaþætti Grágásar máttu feður ráðstafa dætr -
um sínum að vild en einnig synir þeirra þegar þeir höfðu náð 16 ára
aldri.28 Barneignir skiptu miklu máli við uppbyggingu ættarsam-
félagsins en vegna fjárhagslegra hagsmuna skapaðist sú venja að
konur væru gefnar eða eignaðar ákveðnum karlmönnum sem fylgi-
konur, frillur eða jafnvel eiginkonur, oft án þess að vera hafðar með
26 Inga Huld Hákonardóttir, Fjarri hlýju hjónasængur, bls. 28–31; Roberta Gilchrist,
Medieval Life. Archaeology and the Life Course (Woodbridge: The Boydell Press
2012), bls. 124–133; Ruth M. karras, Unmarriages. Women, Men, and Sexual
Unions in the Middle Ages, bls. 25–31; Diana Welsh Pasulka, Heaven Can Wait.
27 James A. Brundage, Law, Sex, and Christian Society in Medieval Europe, bls. 124–
175; Inga Huld Hákonardóttir, Fjarri hlýju hjónasængur, bls. 41–48; Auður
Magnúsdóttir, Frillor og fruar, bls. 11–22; Ruth M. karras, Unmarriages. Women,
Men, and Sexual Unions in the Middle Ages, bls. 102–108; Gunnar karlsson,
Ástarsaga Íslendinga að fornu (Reykjavík: Mál og menning 2013), bls. 138–146.
28 Grágás, bls. 109.