Saga - 2015, Qupperneq 60
steinunn kristjánsdóttir58
Sigurðardóttur. Þórunn dóttir
Jóns var eitt þeirra en hún var
gefin, 14 eða 15 ára gömul, Hrafni
syni Brands príors í Skriðu -
klaustri. Hjónaband Þór unnar
og Hrafns er talið hafa byggst
á sætta gjörð á milli Jóns og
Brands.33 Barneignir þeirra sýna
jafnframt að biskupar og yfir-
menn klaustra eignuðust börn
en þær eru ekki síst vísbend ing
um að skilin á milli hins andlega
og veraldlega hafi ekki verið
mjög mikil. Jón Arason fórnaði sem þekkt er lífi sínu fyrir baráttuna
gegn því að kaþólskt regluboð væri aflagt á Íslandi en braut sjálfur
gegn því í veigamiklu efni. Gissur Ísleifsson biskup átti son og
dóttur með eiginkonu sinni og fjóra aðra syni með frillum sínum en
einkadóttir hans, Gróa, var gefin katli Þorsteinssyni sem síðar varð
biskup á Hólum.34 eftir að Gróa varð ekkja gerðist hún ein þeirra
íslensku kvenna sem kusu einsetu að lífsmáta, eins og fjallað verður
um hér á eftir. Barneignir biskupa voru langt í frá einsdæmi meðal
kirkjunnar manna í evrópu og á Íslandi, ekki frekar en frillulíf höfð -
ingja. Af veraldlegum höfðingjum má nefna fjölmarga sem áttu börn
með mörgum konum. einn þeirra er Jón Loftsson, sem átti átta skil-
getin börn með fimm konum og var ein þeirra systir Þorláks helga
bisk ups í Skálholti. einn sona hans var Páll biskup og ein dætra
hans var fylgikona ónefnds munks. Þá átti Páll biskup einnig konu.35
Snorri Sturluson gaf líka dætur sínar og eiginkvenna sinna og frillna
mönnum sem gátu haft áhrif á pólitíska stöðu hans.36 og þegar
Gissur Þorvaldsson, einn helsti höfðingi Hauk dæla, hugðist sættast
Maður og kona haldast í hendur.
Mynd úr Jónsbók (AM140, 4to 030).
— Stofnun Árna Magnússonar.
33 Inga Huld Hákonardóttir, Fjarri hlýju hjónasængur, bls. 48; vilborg Auður
Ísleifsdóttir, Siðbreytingin á Íslandi 1537-1565 — byltingin að ofan, bls. 258–266;
Auður Magnúsdóttir, Frillor og fruar, bls. 129–133.
34 Biskupasögur II. Útg. Ásdís egilsdóttir. Íslensk fornrit 15 (Reykjavík: Hið
íslenzka fornritafélag 2002), bls. 19–21.
35 Inga Huld Hákonardóttir, Fjarri hlýju hjónasængur, bls. 38–39; Auður Magnús -
dóttir, Frillor og fruar, bls. 54–57; Gunnar karlsson, Ástarsaga Íslendinga að fornu,
bls. 142–143.
36 Inga Huld Hákonardóttir, Fjarri hlýju hjónasængur, bls. 20; Auður Magnús -
dóttir, Frillor og fruar, bls. 66–68.