Saga - 2015, Side 61
ankorítar og hermítar á íslandi 59
við Sturlunga var hluti af sættagjörðinni að gifta son sinn 13 ára
gamalli dóttur Sturlu Þórðarsonar. Brúðkaupið átti sem kunnugt er
að fara fram á Flugumýri í Skagafirði, í október árið 1253, en Sturl -
ungar kveiktu í bænum nóttina áður. Brúðurin unga lifði af en sam-
tals fórust 25 manns í brunanum.37 Deilurnar um sambúðarformin
snerust sumsé ekki endilega um breyttar hefðir í hjúskaparmálum
heldur miklu fremur þau efnahagslegu og pólitísku tengsl sem þau
gáfu af sér, en ljóst er að íslenskir höfðingjar kepptu við Rómakirkju,
biskupsstólana og klaustrin um jarðagóssin og völdin sem fylgdu
eignunum. Þau fengust ekki síst í gegnum sambúð, ættartengsl og
barneignir.
enda þótt konur, jafnt sem karlar, hafi fyrir og eftir kristnitöku
verið virkir þátttakendur í ríkjandi hugmyndafræði um sambúð og
hjúskap er ekki víst að allir hafi verið sáttir við hlutskipti sitt. Rann -
sóknir sýna einmitt að einsetan kunni öðru fremur að hafa verið
undankomuleið miðaldafólks af báðum kynjum frá hagsmunasam-
böndum, sem auk þess voru frá fornu fari miðuð við sambúð karls
og konu en ekki einstaklinga af sama kyni.38 Það var því ekki fyrr
en með kristninni sem möguleiki opnaðist fyrir karla og konur að
komast hjá slíkum hagsmunasamböndum sem höfðu tíðkast svo
lengi meðal germanskra þjóðfélagshópa í evrópu. ekki má gleyma
í þessu sambandi að dæmi eru um að nunnuklaustrin hafi ekki síst
þjónað hlutverki athvarfs fyrir konur, fyrst opinberra stofnana í
evrópu, rétt eins og þau veittu öðru hröktu fólki skjól.39
Nafngreindir hermítar og ankorítar á Íslandi
á víkingaöld og miðöldum
Fyrir kristnitöku eru tveir einsetumenn á Íslandi nafngreindir í forn-
um heimildum. Það eru frændurnir Jörundur ketilsson og Ásólfur
konálsson en þeirra er getið í Landnámu. Þeir voru samtíðarmenn
af írskum ættum en gerðust einsetumenn á efri árum. Jörundur
37 Sturlunga saga II (1988), bls. 628–644. Sjá einnig Inga Huld Hákonardóttir, Fjarri
hlýju hjónasængur, bls. 44.
38 James A. Brundage, Law, Sex, and Christian Society in Medieval Europe, bls. 579–
594; Anchoritic Traditions of Medieval Europe. Ritstj. Liz Herbert McAvoy (Wood -
bridge: Boydell Press 2010).
39 vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Öreigar og umrenningar. Um fátækraframfærslu
á síðmiðöldum og hrun hennar“, Saga XLI:2 (2003), bls. 115–116.