Saga - 2015, Qupperneq 62
steinunn kristjánsdóttir60
flutti til Íslands um aldamótin 900 ásamt föður sínum, katli sem
nam land á Akranesi öllu, frá Akrafelli til Urriðaár. Jörundur bjó
sjálfur í Görðum á Akranesi. Ásólfur bjó hins vegar á nokkrum
stöðum undir eyjafjöllum en flutti til Jörundar frænda síns, sem lét
gera honum hús í Hólmi við Akranes. Þar lést hann og var að sögn
grafinn við kirkju sína.40 Frásagnir af Jörundi eru að öðru leyti mjög
takmarkaðar, en gera má ráð fyrir að hann hafi verið hermíti sé tekið
mið af því að hann bjó sjálfstætt og var með eigin búskap. Báðir áttu
þeir syni, klepp og Sölva, en ekki var óalgengt að fólk sem kaus ein-
setu í ellinni hefði á yngri árum eignast börn, auk þess sem það að
vera kristinn þýddi ekki endilega skírlífi eins og dæmin hér að fram-
an sýna.41
Frásagnir af Ásólfi gefa til kynna að hann hafi verið hermíti eins
og Jörundur samtímamaður hans og frændi. Í þeim kemur ennfrem-
ur fram að Ásólfur hafi ítrekað orðið fyrir aðkasti samferðamanna
sinna og þá helst þeirra sem ekki höfðu tekið kristna trú eins og
hann.42 Í Hauksbók Landnámu segir að Ásólfur hafi komið hingað
til lands við tólfta mann því þeir hugðust stofna hér klaustur. Allir
létust þeir úr sótt, nema Ásólfur sem gerðist síðar einsetumaður.43
víða má finna líkar fyrirmyndir að áformum Ásólfs og manna hans
í evrópu á hans tímum en þar mynduðu kristnir menn gjarnan hópa
og stofnuðu klaustur saman eða, eins og fyrr getur, breyttu setrum
sínum í klaustur. Þegar Ásólfur stóð einn eftir var varla lengur
grundvöllur fyrir hann að stofna klaustur á Íslandi, landi sem enn
hafði ekki innleitt kristin lög í stjórnskipan sína. Fyrsti kostur fyrir
hann var þá án efa að gerast einsetumaður eins og hann er sagður
hafa gert.
einn einsetukarl og tvær einsetukonur eru nefnd á nafn í heim-
ildum á árunum um og eftir kristnitöku. Það eru þau Máni hinn
kristni, Guðrún Ósvífursdóttir og Guðríður Þorbjarnardóttir. Öll
munu þau hafa lifað umbrotatíma kristnivæðingarinnar, þegar
40 Janus Jónsson, „Um klaustrin á Íslandi“, bls. 174–176; Íslendingabók. Landnáma -
bók. Útg. Jakob Benediktsson. Íslensk fornrit 1 (Reykjavík: Hið íslenzka forn-
ritafélag 1968), bls. 60–65.
41 Íslendingabók. Landnámabók, bls. 60–65.
42 Janus Jónsson, „Um klaustrin á Íslandi“, bls. 175–176; Íslendingabók. Landnáma -
bók, bls. 63–65.
43 Landnámabók I (kaupmannahöfn: Det kongelige nordiske oldskrift-selskap
1900), bls. 13–14.