Saga - 2015, Qupperneq 63
ankorítar og hermítar á íslandi 61
Rómakirkja boðaði nýja hugmyndafræði um lystisemdir holdsins
og refsingar Guðs við þeim. engin augljós tengsl eru á milli þeirra
Mána, Guðrúnar og Guðríðar, eins og á milli Jörundar og Ásólfs
sem voru landar og frændur. Sagt er að Friðrekur, sem heimildir
herma að hafi komið fyrstur farandbiskupa hingað til lands árið
981, hafi skírt Mána og var hann eftir það nefndur hinn kristni.
Bjó hann að Holti í Ásum og byggði þar kirkju, þar sem hann
sinnti bæna haldi og starfaði að ölmusu. Fæddi hann hungraða
með laxi úr á í eigin landi. Þá var hann með búskap sem dugði
honum til daglegrar framfærslu.44 Af þessum sögum má því ráða
að Máni hafi verið hefðbundinn hermíti sem stundaði hugleiðslu
í bænhúsi sínu og tók þátt í umbótum í samfélaginu í gegnum
fátækrahjálp.
Margt er líkt með samtímakonunum Guðrúnu og Guðríði, en í
frásögnum af þeim kann þó að vera stuðst við þekkt minni um örlög
evrópskra miðaldakvenna en báðar giftust þær oft og báðar kusu
þær einsetu á efri árum. Hjónabönd Guðrúnar og samskipti hennar
við karlmenn eru áberandi þáttur sögu hennar í Laxdælu en hún er
þar ítrekað látin steypa körlum í glötun vegna álaga sem á henni
hvíldu.45 Guðrún varð snemma peð í valdatafli höfðingja, rétt eins
og aðrar samtímakonur hennar, en hún var fyrst gefin í hjónaband
gegn vilja sínum aðeins 15 ára.46 Guðrún giftist þrisvar sinnum eftir
það og flutti loks að Helgafelli í Helgafellssveit ásamt síðasta eigin-
manni sínum, Þorkatli, sem drukknaði síðan við Bjarneyjar á
Breiðafirði er hann var að flytja inn kirkjuviði frá Noregi. Guðrún
bjó áfram á Helgafelli og gerðist einsetukona þar eftir lát bónda
síns.47 Hún giftist ekki aftur, enda naut hún þá friðhelgi sem ein-
setukona.
44 Janus Jónsson, „Um klaustrin á Íslandi“, bls. 176; Biskupasögur I. Útg. Sigurgeir
Steingrímsson, Ólafur Halldórsson og Peter Foote. Íslensk fornrit 15 (Reykja -
vík: Hið íslenzka fornritafélag 2003), bls. 4 og 83–85.
45 Inga Huld Hákonardóttir, Fjarri hlýju hjónasængur, bls. 35.
46 Inga Huld Hákonardóttir, Fjarri hlýju hjónasængur, bls. 20; Ruth M. karras,
„Concubinage and Slavery in the viking Age“, Scandinavian Studies 62 (1990),
bls. 141–162; Ruth M. karras, „Marriage and the Creation of kin in the Sagas“,
bls. 473–490; Auður Magnúsdóttir, Frillor og fruar, bls. 88–95.
47 Laxdæla. Útg. einar Ól. Sveinsson. Íslensk fornrit 5 (Reykjavík: Hið íslenzka
fornritafélag 1934), bls. LIX og 86–229, sjá einkum þó bls. 129; Hjalti Hugason,
„Frumkristni og upphaf kirkju“, bls. 353.