Saga - 2015, Side 64
steinunn kristjánsdóttir62
Guðríður Þorbjarnardóttir, samtímakona Guðrúnar, var þrígift.
Ólíkt Guðrúnu ferðaðist hún að sögn víða, þar á meðal til Amer íku,
með öllum eiginmönnum sínum þremur en settist loks að í Glaum -
bæ í Skagafirði með þeim þriðja, Þorfinni karlsefni sem þaðan var
ættaður. eftir lát hans fór Guðrún í pílagrímsferð til Rómar. Þegar
hún kom heim úr suðurgöngunni hafði sonur hennar reist kirkju í
Glaumbæ. Gerðist Guðrún þá einsetukona og bjó þar til æviloka.48
Af frásögnum af þeim Guðrúnu og Guðríði má ráða að þær hafi
kosið að gerast ankorítar, því að þær völdu að setjast í helgan stein
við kirkjur á bæjum sínum, ólíkt Jörundi, Ásólfi og Mána hinum
kristna sem allir tóku virkan þátt í samfélaginu. Samtímakonur
þeirra í evrópu gerðu gjarnan slíkt hið sama, drógu sig í hlé eftir að
þær urðu ekkjur, oft í samráði við syni sína sem réðu yfir þeim lög-
um samkvæmt.49 eftirtektarverðast er þó að Guðríður skuli, sam-
kvæmt frásögunum, hafa farið í pílagrímsgöngu en það gerði ein-
setufólk gjarnan áður en það valdi einsetu að lífsmáta.50
Máni hinn kristni hefur tæplega lifað þann tíma er Bæjarklaustur
var stofnað — hafi hann verið til — og ekkert nunnuklaustur var
hér starfrækt þegar þær Guðrún og Guðríður kjósa í frásögnunum
að gerast nunnur. Þá hafði erkibiskup Íslendinga aðsetur í Bremen.
Fram að því að biskupsstólum var komið á hérlendis, í Skálholti árið
1056 og á Hólum 1106, voru möguleikar fyrir karla og konur til
viðurkenndrar undanþágu frá sambúð eða hjónabandi fáir — aðrir
en einseta við einkakirkjur sínar — fram að stofnun klaustranna.
Þetta breyttist síðan enn frekar þegar munkaklaustur var stofnað að
Þingeyrum í Húnaþingi. Fleiri klaustur voru stofnuð í kjölfarið í
biskupsdæmunum tveimur, þar á meðal fyrsta nunnuklaustrið í
biskupsumdæmi Skálholts að kirkjubæ á Síðu árið 1186. ekkert
nunnuklaustur var hins vegar stofnað í Hólabiskupsdæmi fyrr en
árið 1295, þegar klaustrinu á Reynistað var komið á fót.
48 Eiríks saga rauða. Grænlendinga saga. Útg. einar Ól. Sveinsson og Matthías
Þórðarson. Íslensk fornrit 4 (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1935), bls.
203–269.
49 Sjá Grágás, bls. 109.
50 Mari Hughes-edwards, „Anchoritism: the english tradition“, bls. 141; Liz
Herbert McAvoy, „Introduction“, Anchoritic Traditions of Medieval Europe, bls.
9; Roberta Gilchrist, Gender and Material Culture, bls. 177; Joanna A. Skór -
zewska, Constructing A Cult: The Life and Veneration of Guðmundur Arason (1161-
1237) in The Icelandic Written Sources (Leiden og Boston: Brill 2011), bls. 155.