Saga - 2015, Síða 67
ankorítar og hermítar á íslandi 65
sinni í sambúð eða hjónaband heldur aftur og aftur, eins og dæmin
hér að framan sýna. Þá má gera ráð fyrir að Hildur og Gróa hafi
þekkst enda voru þær samtímis búsettar á Hólum. Fátæki pilturinn
sem Hildur kenndi sálma var þar á vegum ketils biskups en Gróa
var eins og áður sagði kona hans.
Önnur einsetukona, ketilbjörg, var í Skálholti nokkru á eftir
Gróu. ketilbjörg lést árið 1201, svo ekki er víst að þær hafi þekkst.
Hún er aðeins nefnd einu sinni í heimildum, þegar Guðmundur
góði, sem þá var ekki orðinn biskup, söng líksöng yfir henni. við -
staddir útförina voru einnig Páll biskup í Skálholti (1195–1211) og
Gissur Hallsson lögsögumaður. Söngurinn þótti svo eftirminnilegur
fyrir alla þá sem á hlýddu að heilagleiki ketilbjargar var hafinn yfir
allan vafa.59 Annað er ekki vitað um hana, t.d. hvorki hvar og hvernig
hún bjó né hver bakgrunnur hennar var, nema það að hún var
kölluð nunna við biskupsstólinn í Skálholti. Það eitt bendir til þess
að hún hafi verið ankoríti því þar var aldrei nunnuklaustur.
Ankorítar munu því gjarnan hafa kosið biskupsstólana sem stað
til einsetu sinnar en þeir settust líka oft að nærri höfuðkirkjum eða
klaustrum þar sem þeirra naut við. Algengast var þó að þeir sem
yfirhöfuð kusu einlífi að lifnaðarformi gengju í klaustur, enda þótt
það hafi vissulega ekki verið algilt. Nunnuklaustrið að kirkjubæ er
líklega stofnað í þá tíð er ketilbjörg er nunna í Skálholti, en ekki er
vitað af hverju hún hefur kosið biskupsstól til einsetu sinnar, nema
ef vera kynni að hún hafi hafið hana áður en klaustrið var stofnað.
einn karl, Björn, og tvær konur, Úlfrún og katrín, lifðu á hinn bóg -
inn samkvæmt heimildum í einsetu við starfandi klaustur. Björn er
um 1200 sagður vera einsetumaður á Þingeyrum en ekki munkur í
Benediktsklaustrinu sem þá var þar í rekstri. Móðir hans, kolþerna,
er þar nefnd á nafn en ekki hvar hún býr sjálf.60 Lítið annað er vitað
um Björn þennan, nema að hann kemur fyrir í einni jarteinasögu þar
sem húsi hans er lýst í leiðslusýn og því ekki af þessum heimi.61
Úlfrún mun hafa verið einsetukona á Þingeyrum á sama tíma og
Björn.62 Í Hólabiskupsdæmi var þá, eins og fyrr getur, þegar starf-
59 Sturlunga saga I (1988), bls. 196; Joanna A. Skórzewska, Constructing A Cult. The
Life and Veneration of Guðmundr Arason, bls. 82.
60 Biskupasögur II, bls. 238.
61 Biskupa sögur I (kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag 1856), bls. 454.
62 Biskupasögur II, bls. 241–242; Joanna A. Skórzewska, Constructing A Cult. The
Life and Veneration of Guðmundr Arason, bls. 82 og 152–153.