Saga - 2015, Qupperneq 68
steinunn kristjánsdóttir66
andi munkaklaustur en ekkert nunnuklaustur. kann það að hafa
haft áhrif á að Úlfrún valdi einsetu á Þingeyrum, hafi hún verið til í
raun og veru. Lítið er vitað um hana, nema að hún er sögð móðir
Símonar prests hins mikla og gæti það bent til þess að hún hafi sest
í einsetu á efri árum sínum, en sagt er að hún hafi haldið skírlífsheit
sitt svo fast að hún vildi ekki einu sinni að hann kæmi til hennar.
Úlfrún virðist, af brotakenndum frásögnum af henni að dæma, hafa
notið þó nokkurrar virðingar sem einsetukona því hún kemur við
sögu þegar Guðmundur góði er biskupsefni og hefur með yfirnátt-
úrulegum hætti áhrif á kjör hans árið 1203.63 Þetta dæmi og önnur
lík kunna vissulega að benda til þess að einsetufólk hafi almennt
notið virðingar og að mark hafi verið tekið á því. Af lýsingum að
dæma var Úlfrún ankoríti en þá er tekið mið af búsetu hennar í ein-
semd á klausturstað. Sagnfræðingurinn Joanna Skórzewska fjallar
um þær Hildi, ketilbjörgu og Úlfrúnu í bók sinni um Guðmund
góða og skilgreinir þær allar sem ankoríta.64
yngsta dæmið um einsetu hérlendis á miðöldum er systir katrín
og mun hún hafa búið við munkaklaustrið að Munkaþverá í eyjafirði,
nærri öld eftir daga Björns, ketilbjargar og Úlfrúnar. katrín þessi er
sögð hafa hætt einsetu og orðið abbadís í Reynistaðarklaustri árið
1298 en það var þá nýstofnað. Hún lést ári síðar.65 ekki eru fræði -
menn sammála um það hver systir katrín kunni að hafa verið, en
leiddar hafa verið líkur að því að katrín hafi ekki verið rétt nafn
hennar heldur hafi fyrsta abbadís Reynistaðarklausturs, Hallbera
Þorsteinsdóttir, tekið það upp samhliða skírlífisheiti sínu.66 Þær eru
því samkvæmt þessu ein og sama manneskjan. Algengt var einmitt
í evrópu að fólk sem lifði einsetulífi flytti síðan í klaustur og tæki
jafnvel við yfirmannsstöðu í þeim.67
63 Biskupa sögur I (kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag 1856), bls. 478;
Joanna A. Skórzewska, Constructing A Cult. The Life and Veneration of Guðmundr
Arason, bls. 158.
64 Joanna A. Skórzewska, Constructing A Cult. The Life and Veneration of Guðmundr
Arason, bls. 82 og 150–163.
65 Janus Jónsson, „Um klaustrin á Íslandi“, bls. 179, 251; Biskupasögur II, bls. 262.
66 Ármann Jakobsson og Ásdís egilsdóttir, „Abbadísin sem hvarf“, Þúsund og eitt
orð sagt Sigurgeiri Steingrímssyni fimmtugum 2. október 1993. Umsjón Guðvarður
Már Gunnlaugsson og Gísli Sigurðsson (Reykjavík: Menningar- og minningar -
sjóður Mette Magnussen 1993), bls. 7–9.
67 Roberta Gilchrist, Gender and Material Culture, bls. 177; Mari Hughes-edwards,
Reading Medieval Anchoritism, bls. 135.