Saga - 2015, Page 72
Saga LIII:1 (2015), bls. 70–97.
gunnar sveinbjörn óskarsson
Félagslegar íbúðir og
fagurfræðileg sýn
verkamannabústaðir við Hringbraut
í evrópsku samhengi
Hafið er yfir allan vafa að með byggingu verkamannabústaða við Hring -
braut voru sett ný viðmið um húsnæði fyrir alþýðu. Það átti við um hús -
næð ið sjálft og allan fastan húsbúnað. Lögð var áhersla á tækninýjungar og
efnisval þar sem endingu og lágum viðhaldskostnaði var sérstakur gaumur
gefinn, vandað til allra verka og tekið mið af nýjustu stefnum og straumum
í byggingarlist. efnalitlu fólki var gefið færi á að eignast íbúð á hagstæðum
kjörum. verkefnið átti sér erlendar fyrirmyndir; í kjölfar vaxandi iðnvæðing-
ar flykktist sífellt fleira verkafólk til borganna og yfirfyllti allar vistarverur.
Alvarlegur húsnæðisskortur kallaði á róttækar aðgerðir — á Íslandi sem og
í evrópu. Hér verður saga þessa merka áfanga í félags- og byggingarsögu
rakin nánar með því að huga að fyrirmyndum, lagasetningu, hönnun og
framkvæmdunum sjálfum. Íslenskri alþýðu virðist hafa verið ætlað allt það
besta sem þá var fáanlegt, enda sóma verkamannabústaðirnir við Hring -
braut sér vel í samhengi evrópskrar byggingarsögu.
Á árunum 1932–1937 voru reistir verkamannabústaðir við vestan-
verða Hringbraut. Að verkinu stóð Byggingarfélag alþýðu, sem
stofnað var skv. lögum um verkamannabústaði frá 14. júní 1929.1
Byggt var í þremur áföngum á reit sem afmarkast af Ásvallagötu,
Brávallagötu, Hringbraut og Bræðraborgarstíg. Hofsvallagata að -
skil ur tvo fyrri áfanga í vestri, sem hannaðir voru af arkitektunum
Guðjóni Samúelssyni og einari erlendssyni, frá þriðja og síðasta
áfanga í austri, sem Gunnlaugur Halldórsson arkitekt hannaði.2
Hugmyndin um að byggja verkamannabústaði með nýtískulegum
íbúðum sem sniðnar væru að áætluðum þörfum meðalfjölskyldu —
með eldhúsi og baðherbergi til einkaafnota, heitu og köldu neyslu-
1 Upphaflega Byggingarfélag verkamanna. BsR. (Borgarskjalasafn Reykjavíkur).
Byggingarfélag alþýðu: einkaskjalasafn nr. 100. Askja-A1 (fundargerðir).
2 Byggingarfulltrúinn í Reykjavík, uppdráttasafn.