Saga - 2015, Blaðsíða 73
vatni og fjarhitun — var sannarlega metnaðarfull. Íbúðirnar við
Hringbraut hafa staðist tímans tönn ágætlega og þær eru enn eftir-
sóttar, enda má þar koma fyrir öllum búnaði sem nauðsynlegur
þykir í nútímaíbúðum.
Talsvert hefur verið fjallað um verkamannabústaðina við Hring -
braut í ræðu og riti. yfirleitt eru þeir metnir að verðleikum, hvort
sem um þá er fjallað í félagslegu samhengi eða til þeirra litið sem
áfanga í íslenskri byggingarlistarsögu. Um hið síðarnefnda er oft
vitnað til Stokkhólmssýningarinnar árið 1930 og hún þá talin hafa
átt sinn þátt í að fúnksjónalisminn barst til Íslands.3 enginn ágrein-
ingur er um að með byggingu verkamannabústaða hafi verið mörk -
uð djúp spor. Hinum útlendu fyrirmyndum hefur hinsvegar ekki
verið nægur gaumur gefinn og full ástæða er til að kanna nánar
hvernig hugmyndir um félagslegar íbúðir á Íslandi á þriðja og fjórða
áratug 20. aldar ríma við evrópskt umhverfi. Jafnframt þarf að gefa
aðkomu ríkisvalds, Byggingarfélags alþýðu, einstakra lykilmanna
og hönnuða frekari gaum og gera henni þau skil sem vert væri.
Hér verður leitast við að skýra þessa mynd nánar og má setja
rannsóknarefnið fram í eftirtöldum spurningum: Höfðu forvígis-
menn verkamannabústaða skýr áform og byggðu þeir á heillegum
hugmyndafræðilegum grunni í alþjóðlegu samhengi? voru forvíg-
ismenn verkamannabústaða, ríkisvaldið og hönnuðir, sammála um
markmið og aðferðir eða var ágreiningur um einhver atriði? vitna
byggingarnar um þróun húsagerðar á lands- og heimsvísu, fagur -
fræðilega sem tæknilega, og á það jafnt við um allt hverfið eða í mis-
jöfnum mæli eftir áföngum?
Til þess að leita svara við þessum spurningum verður sjónum
beint að aðdraganda að byggingu verkamannabústaðanna, hönnun,
framkvæmd og síðast en ekki síst að húsunum sjálfum. Farið verður
yfir umræður um frumvarp til laga um verkamannabústaði árið
félagslegar íbúðir og fagurfræðileg sýn 71
3 Pétur H. Ármannsson, „Stórir draumar um íbúð verkamannsins“. erindi haldið
á málþingi í ReykjavíkurAkademíunni undir yfirskriftinni „Héðinn og húsa -
skjólið“ þann 15. maí 2009; Arndís S. Árnadóttir, Nútímaheimilið í mótun — fagur -
bætur, funksjónalismi og norræn áhrif á íslenska hönnun 1900–1970 (Reykjavík:
Háskólaútgáfan 2011); Jón Rúnar Sveinsson, „kreppa, hugmyndafræði og
félagslegt húsnæði“, Íslenska þjóðfélagið, 1:1 (2010), bls. 49–68; Páll v. Bjarnason
og Drífa kristín Þrastardóttir, „Húsakönnun. verkamannabústaðirnir við Hring -
braut“, Skýrsla nr. 123 (Reykjavík: Minjasafn Reykjavíkur 2005); Pétur H. Ár -
mannsson, Gunnlaugur Halldórsson arkitekt (Reykjavík: Hið íslenzka bókmennta-
félag 2014), bls. 26–27 og 41–45.