Saga - 2015, Síða 74
1929 og litið til fordæma í nálægum löndum. Samhliða hinum
fél ags legu og efnahagslegu þáttum verður lögð áhersla á að greina
hið fagurfræðilega sjónarmið enda er framsækin byggingarlist þess-
ara tíma, kennd við fúnksjónalisma, ein helsta ástæða þess að
nokkur félagsleg íbúðarhverfi eru á heimsminjaskrá UNeSCo.
Lagafrumvarp um verkamannabústaði
Héðinn valdimarsson flutti öðru sinni frumvarp um verkamanna-
bústaði í kaupstöðum í febrúar árið 1929 með þessum upphafs -
orðum:
Það er óhætt að fullyrða, að það er fátt hægt að gera verkamönnum
meira til hagsbóta heldur en að hjálpa þeim til að eignast gott og ódýrt
húsnæði. Sú stefna er nú að hjálpa sveitabændum með að rækta jörðina
og byggja bæina upp. en hliðstætt því er að hjálpa verkamönnum í
kaupstöðum til að eignast hæfileg húsakynni. og þótt húsakynnin séu
víða ljeleg til sveita, þá eru þó ýmis þau húsakynni, sérstaklega kjall-
ara- og þakherbergin, sem verkafólk í kaupstöðum verður að notast
við, bæði fullorðnir og börn, mjög ljeleg. og ef tryggja skal nokkurn-
veginn heilsu kynslóðarinnar, er nauðsynlegt að bætt sje úr þessu.4
Hér skírskotar Héðinn til uppbyggingar í sveitum í umræðu um
verkamannabústaði og auðvitað á pólitískum forsendum þar eð
Alþýðuflokkurinn studdi minnihlutaríkisstjórn framsóknarmanna.5
Með félagslegu átaki var stefnt að því að styrkja verkafólk til hús -
næðiskaupa sem það almennt væri annars ekki fært um. Að frá-
dregnum 10% ríkisstyrk áttu kaupendur að greiða kostnaðarverð
íbúðar í áföngum, 15% í upphafi og eftirstöðvar á 42 árum. Gert var
ráð fyrir að bæjarfélög þyrftu ekki sjálf að standa í framkvæmdun-
um; því skyldi vera heimilt að stofna byggingarfélög en bæjar -
félögin ábyrgðust lántökur gegn 1. veðrétti í húsunum. Stærðum
skyldi stilla í hóf: „Í [frumvarpinu] er ætlast til, að hver fjölskylda
fái 2–3 herbergi til íbúðar, auk eldhúss.“6 Héðinn lagði raunar
áherslu á að þrjú herbergi væru nauðsynleg fyrir meðalfjölskyldu.
Frumvarpið fékk langa og ítarlega umræðu á þingi. Tryggvi Þór -
hallsson, þáverandi forsætisráðherra, studdi frumvarpið enda vart
gunnar sveinbjörn óskarsson72
4 Alþingistíðindi 1929 B, d. 3320.
5 Stjórnarráð Íslands, sjá http://www.stjornarrad.is/rikisstjornartal-fyrra/nr/113,
9. mars 2015.
6 Alþingistíðindi 1929 B, d. 3321.