Saga - 2015, Page 76
þess að stórum íbúðum væri skipt niður í smærri einingar svo leysa
mætti vanda af þessu tagi.9 Hafi húsnæði sem fátækt verkafólk
komst yfir ekki þegar verið í slæmu ástandi gat sú hæglega orðið
raunin áður en langt um leið þar sem hætt var við að leigan stæði
ekki undir reglubundnu viðhaldi. Færi eitt hús í niðurníðslu hafði
það neikvæð áhrif á næsta nágrenni, og koma þurfti í veg fyrir að
eignir féllu í verði og umhverfið tæki á sig mynd sem borgararnir
töldu sér ekki samboðna.
Húsnæðisskortur hinna efnaminni í samfélaginu var ekki auð -
veldur viðfangs. Hann reyndist viðvarandi vandamál um langt skeið
og hafði í för með sér margslunginn skipulagsvanda sem var ill -
viðráðanlegur nema með samræmdu pólitísku átaki. Átakinu var
vissulega ætlað að bæta hag allrar alþýðu en var þó engu síður til
þess fallið að verja hagsmuni betri borgara, landeigenda, fasteigna-
og fjármagnseigenda. Hafa verður skikk á gangverkinu (þ. Ordnung
muss sein). Jafn eðlilegt var að setja lög um húsnæðismál allra sam-
félagsþegna eins og um tryggingar- og heilbrigðismál eða um
mennt un barna og unglinga. Að öllu samanlögðu var það almennt
talið hagsmunamál fyrir samfélagið í heild að öll alþýða byggi í
mannsæmandi húsnæði, hefði sæmilega til hnífs og skeiðar og nyti
félagslegs öryggis enda töldu stjórnvöld í evrópulöndum nauðsyn-
legt að setja lög um félagslegt húsnæði á árunum 1889–1918. Nokkru
fyrr, eða upp úr miðri 19. öld, mátti merkja tilraun í þessa veru og
víða í borgum voru settar reglugerðir um félagslegt húsnæði. Belgar
riðu á vaðið árið 1889 með lagasetningu og Bretar fóru að dæmi
þeirra ári síðar. Næstir voru Frakkar 1894, síðan Hollendingar 1901,
þá Ítalir 1903, Austurríkismenn 1910 og Spánverjar 1911. Þýsku
löndin voru ekki samstiga en unnið var eftir reglugerðum sem
komið var á í áföngum á árunum 1873–1913 og loks var komið á
ríkis lögum (þ. Reichswohnungsgesetz) 1918.10 Með setningu laga
og reglugerða var bygging félagslegs húsnæðis orðin nauðsyn frá
sjónarmiði borgarskipulags, eitt af þeim verkefnum sem leysa þurfti
rétt eins og heilbrigðismál, skólamenntun barna, samgöngukerfi og
veitur.
gunnar sveinbjörn óskarsson74
9 kerstin küpperbusch, Von der Mietskaserne zur Gartenvorstadt. Siedlungs- und
sozialer Wohnungsbau während der Weimarer Republik in Halle (Halle: Mitteldeut -
scher verlag 2010), bls. 97.
10 Juan Rodríguez-Lores, Sozialer Wohnungsbau in Europa. Die Ursprünge bis 1918
(Berlin: Birkhäuser 1994), bls. 7 og 45–58.