Saga - 2015, Page 77
Þegar lög um verkamannabústaði á Íslandi voru sett árið 1929
höfðu íbúar nálægra landa þegar nokkurra áratuga reynslu af bygg-
ingu félagslegs húsnæðis og dæmin voru víða, bæði í stórum og
litlum borgarsamfélögum. Félagslegum húsakynnum frá þessum
tíma svipar mjög saman frá einum stað til annars, þótt munur sé á
mælikvarða í stórum og litlum borgum. oft var lagður töluverður
metnaður í skipulag og hönnun félagslegrar byggðar og þar komu
þekktir arkitektar við sögu eftir lok fyrri heimsstyrjaldar. Af mörgu
er að taka og því er ólíklegt að forvígismenn verkamanna bústað -
anna við Hringbraut eða hönnuðir þeirra hafi haft einhverja eina
fyrirmynd í huga öðrum fremur. Hér verða því valin dæmi til við -
miðunar sem hafa almennt gildi.
vélvæðing íslenska fiskveiðiflotans og vaxandi fiskvinnsla til
útflutnings var hliðstæða iðnbyltingar í nálægum löndum og fólk
streymdi í stórum stíl í þéttbýlið. Í Reykjavík komu upp aðstæður í
húsnæðismálum verkafólks ekki ósvipað og í erlendum iðnaðar-
borgum, þótt mælikvarðinn væri auðvitað allt annar í fámennu og
strjálbýlu landi. Fólk í leit að nýjum tækifærum fann sér húsnæði í
kjöllurum og á háaloftum, sbr. þingræðu Héðins valdimarssonar hér
að framan, og víða var lágt undir loft, lítil birta, slæm loftun og léleg
hreinlætisaðstaða.
Héðinn valdimarsson stundaði nám í hagfræði í kaupmanna -
höfn á árunum 1911–1917.11 Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur,
sem fjallað hefur um aðkomu Héðins að byggingarmálum alþýðu,
telur að störf danskra byggingarfélaga sem tengdust verkalýðs -
hreyf ingunni hafi ekki farið fram hjá Héðni.12 Áhugi hans hefur þá
væntanlega beinst að hinu félagslega og hagræna, en fyrir 1917 hafa
félagsleg íbúðarhús í Danmörku borið nýklassískan svip og ekki
vakið sérstaka athygli fyrir tilþrif í stíl. Guðmundur J. Guðmunds -
son verkalýðsleiðtogi og alþingismaður, sem ólst upp í verkamanna-
bústöðunum við Hringbraut, hefur eftir Finnboga Rúti valdimars -
syni að Héðinn hafi fengið fyrirmyndina að verkamannabústöðum
frá vínarborg.13 vissulega var félagslegt húsnæði byggt í stórum stíl
í vínarborg á fyrri hluta 20. aldar og þar eru það ekki síst stórbrotin
tilþrif í byggingarlist sem vekja athygli. Auðvitað getur mætavel
félagslegar íbúðir og fagurfræðileg sýn 75
11 Matthías viðar Sæmundsson, Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey. Fjölskylda og
sam tíð Héðins Valdimarssonar (Reykjavík: JPv 2004), bls. 429–476.
12 Jón Rúnar Sveinsson, „kreppa, hugmyndafræði og félagslegt húsnæði“, bls. 53.
13 Guðjón Friðriksson, Reykjavík bernsku minnar (Reykjavík: Setberg 1985), bls. 23.