Saga - 2015, Page 78
staðist að hagfræðingurinn og félagshyggjumaðurinn Héðinn hafi
hrifist af framsækinni byggingarlist, en ef svo var þá var fyrir -
myndir í þeim efnum að finna víðar en í vínarborg.
Helstu einkennum þeirra verka sem mestum tíðindum sættu má
lýsa þannig: Grunnmynd, sköpulag og ásýnd húss markast af fyrir-
hugaðri notkun þess. Hjúpfletir afmarka rými sem mótast af skil-
greindum þörfum og gluggar og dyr eru þar sem slíkt þjónar best
skipulagi hússins með tilliti til umhverfisins. Meðferð byggingar -
efnis endurspeglar eiginleika og eðli efnisins. Línur eru skýrar og
hvergi er óþarfa skraut. Meðal einkenna fúnksjónalismans eru flöt
þök, sem tíðum nýtast sem þaksvalir. Samhverfu um miðás, sem er
áberandi einkenni í klassískri byggingarlist, er hafnað nema hún
þjóni skipulagi hússins.
Þótt líta megi á þessa lýsingu sem nálgun að skilgreiningu á
höfuðeinkennum fúnksjónalisma14 á þeim tíma sem hér er til um -
fjöllunar er hæpið að telja hana algilda, enda er algild skilgrein ing
vandfundin.15 Það fjölskrúðuga safn sem flokka má undir fúnksjón-
alisma verður að líkindum ekki læst í eina formúlu en hér verða
ofangreind einkenni höfð til viðmiðunar. Annáluð félagsleg íbúðar-
hverfi frá þriðja og fjórða áratug liðinnar aldar, sem nú eru á heims-
minjaskrá UNeSCo, bera merki fúnksjónalismans. klassísk ein kenni
virðast síður eiga þar erindi, en hafa verður í huga að stíl fræðileg
mörk verða fráleitt skilgreind af nákvæmni. engar öruggur heimildir
eru um að Héðinn eða samverkamenn hans hafi lagt sérstaka áherslu
á stílfræðilegar nýjungar, en engu að síður bera verkamanna-
bústaðirnir við Hringbraut einkenni framsækinnar byggingarlistar í
anda fúnksjónalisma sem vert er að gefa gaum og setja í alþjóðlegt
samhengi, ekkert síður en hið félagslega og efnahagslega.
vínarborg var staður stórra atburða í sögu fúnksjónalismans og
áhrif hans eru áberandi í félagslegu íbúðarhúsnæði eftir lok fyrri
heimsstyrjaldar. Fyrir 1930 gat þar að líta margvíslega blöndu í
byggingarlist þar sem nýklassík var á undanhaldi og fúnksjónalismi
gunnar sveinbjörn óskarsson76
14 Í heimildum eru jöfnum höndum notuð orðin nytjastefna, módernismi, fúnk-
sjónalismi og fúnkís. ekki er um merkingarmun að ræða og hér verður notað
orðið fúnksjónalismi, nema í tilvitnunum.
15 Susanne Lücke-David, Die Baustile: Baukunst Europas von der Antike bis zur
Gegenwart (Wiesbaden: Marix 2013), bls. 240–241. Bókin er ítarlegt stílfræðilegt
yfirlit yfir byggingarsöguna eins og undirtitill gefur til kynna.