Saga - 2015, Page 79
í sókn. karl-Marx-Hof og Svoboda-Hof er fyrirmyndardæmi á
heims vísu, byggt á árunum 1926–1930, stór og áberandi húsaþyrp -
ing í tveimur áföngum með tengiálmu á milli, samtals um 1 km löng
(myndir 1 og 2). Byggingin ber flest merki fúnksjónalismans, ytra
útlit tekur mið af innra skipulagi og notkun, línur eru hreinar og
skýrar, skraut afar takmarkað, svalir fylgja ytri vegglínum og ná
sumstaðar fyrir horn. Þök eru ýmist með litlum halla eða flöt.16 klass -
ísk einkenni eru þó ekki með öllu horfin. Þar má m.a. benda á takt-
vissa uppröðun húshluta, með samhverfu um miðlínur í tengiálmu,
og norðlægur innigarður er sömuleiðis samhverfur um mið línu.
ekki voru allir áfangar ofangreindrar þyrpingar fullgerðir og
komnir í notkun fyrr en árið 1930, eða ári eftir að Héðinn flutti frum-
varp sitt. Í vínarborg var hinsvegar af fleiru að taka sem bar ein kenni
fúnksjónalismans, t.a.m. Winarsky-Hof og otto-Haas-Hof með sam-
tals 807 íbúðum, sem borgaryfirvöld í vín létu reisa árin 1924–1925.17
Hér var einnig um að ræða randbyggingar utan um innigarða.
félagslegar íbúðir og fagurfræðileg sýn 77
Mynd 1. karl-Marx-Hof í vín, tengiálma, byggt 1926–1930. Arkitekt: karl
ehn. — Ljósm. óþekktur. Wikimedia.
16 Architektur in Wien. Ritstj. Johann Georg Gsteu o.fl. (Wien: Magistrat der Stadt
Wien 1990), bls. 113.
17 Sama heimild, bls. 112. ekki eru tök á að nefna alla höfunda og gera þeim skil,
en hér koma við sögu átta þekktir vínararkitektar.