Saga - 2015, Page 84
þúsund. Hugmyndafræðin, skipulagið og hönnunin eru dæmigerð
fyrir strauma og stefnur þriðja áratugarins sem Norðurlandabúar og
þar með Íslendingar hlutu brátt að kynnast.
Í Halle var byggt í anda fúnksjónalismans í bland við hefðbund-
inn klassískan stíl. Á klassískum tíma var lögð áhersla á götumynd-
ina, sem byggingin átti að falla að, og niðurstaðan varð oftar en ekki
sú að framhliðin átti sér sína sérstöku tilveru, sem var þá næsta
óháð innviðum hússins og bakhliðum. Öndverð stefna var að
byggja frá hinu innra út til hins ytra. Um þetta efni er haft eftir Wil -
helm Jost, stjórnanda opinberra byggingaráætlana í Halle, að þegar
allt komi til alls sé byggt fyrir fólk en ekki fyrir götumynd.22 Hafa
má í huga hvernig þessi ummæli ríma við verkamannabústaðina
við Hring braut og hvort sama eigi við austan og vestan Hofsvalla -
götu.
Svo er að sjá sem arkitektar félagslegra íbúðarhúsa í Halle hafi
ekki með öllu getað sniðgengið íhaldssamar og borgaralegar hug-
myndir. Í Gartenvorstadt Gesundbrunnen fóru þeir bil beggja og
þar eru ummerki jafnt klassískrar hefðar og fúnksjónalisma. Þótt
arkitektarnir kunni að hafa haft fullan hug á að hanna í anda nytja-
stefnu voru þeir háðir stefnu verkkaupa. Hið raunverulega verkefni
var að hanna hagkvæm og viðeigandi hús fyrir verkafólk með litla
fjármuni. Það samræmdist vissulega hugmyndafræði fúnksjónal-
ismans að hanna hús sem voru einföld í smíðum, þar sem notast
mátti við fjöldaframleiddar einingar jafnt að innan sem utan. Hand -
verkið átti að víkja fyrir vélavinnu og þar með líka handverkstengt
skraut. vandinn var hins vegar sá að þetta gekk ekki allt eftir. Fúnk -
sjónalisminn skilaði ekki endilega betri árangri en hefð bundn ar
aðferðir. T.a.m. reyndist flata þakið, sem ætlað var að spara ill nýtan -
legt þakrými, ekki ódýrara en hefðbundið þak þegar öllu var á botn-
inn hvolft. Gott dæmi um ólíka afstöðu hönnuðar og framkvæmdar -
aðila frá þessum tíma er félagslegt íbúðarhúsnæði í ná granna byggð
Halle, Bad Dürrenberg, upphaflega teiknað af Walter Gropius. Þeir
sem réðu framkvæmdum vildu ekki fylgja fúnksjónalismanum til
hins ýtrasta og neituðu að byggja flöt þök eftir uppdráttum Grop -
iusar. Flöt þök og þaksvalir voru vissulega meðal einkenna fúnk-
sjónalisma en ekki ófrávíkjanleg regla ef annað þakform var í rök-
réttu samhengi við eðli hússins. Gropius féllst hins vegar ekki á að
breyta uppdráttum og þrautalendingin var að ráða annan arkitekt.
gunnar sveinbjörn óskarsson82
22 Sama heimild, bls. 93 og 350.