Saga - 2015, Page 88
1929.25 Tímamótaverk fúnksjónalismans, sem fram komu á öðrum
og þriðja áratug 20. aldar, og þau almennu áhrif sem þau höfðu, fóru
ekki framhjá akademíum og tækniháskólum í Norðurálfu. Ljóst er að
nemendur konunglegu dönsku listaakademíunnar í kaupmanna -
höfn voru vel með á nótunum og höfðu, þegar færni á þessu sviði
nokkru áður en Stokk hólmssýningin var haldin, þeirra á meðal
Gunnlaugur Halldórsson arkitekt.
Verkamannabústaðir við Hringbraut;
hönnun og framkvæmdir
Á Íslandi var hafist handa um byggingu verkamannabústaða mun
síðar en í nálægum löndum, eða um það leyti sem stórlega þrengdi
að á vesturlöndum vegna skorts á fjármunum í heimskreppunni.
kreppan olli vissulega búsifjum á Íslandi og má því segja að ekki
hafi blásið byrlega, en engu að síður tókst að byggja samtals 172
verkamannaíbúðir við Hringbraut á árunum 1932–1937.
Á stofnfundi Byggingarfélags alþýðu, 4. apríl 1930, var skorað á
ríkisstjórnina að láta gera fyrirmyndar-uppdrætti að væntanlegum
verkamannabústöðum í Reykjavík samkvæmt 9. grein laga nr. 45 frá
1929.26 Fjórum mánuðum síðar, þann 2. ágúst 1930, birtist auglýsing
í Morgunblaðinu þar sem samkeppni um hönnun verkamanna-
bústaða var boðin út. Óskað var eftir tillöguuppdráttum að sérbygg-
ingum og sambyggingum ásamt kostnaðaráætlun. Í auglýsingunni
segir ennfremur: „Húsin sjeu gerð úr varanlegu efni með tveggja og
þriggja herbergja íbúðum auk eldhúss og geymslu, með nútíma -
þægindum og sjerstökum bletti handa hverri íbúð.“ Í dómnefnd
höfðu verið skipaðir Georg Ólafsson bankastjóri, Guðjón Samúels -
son húsameistari og vilmundur Jónsson læknir. Fyrir bestu tillög -
una var heitið 1500 krónum í verðlaun, 1000 krónum fyrir þá næst-
bestu og 500 krónum fyrir tillöguna í þriðja sæti. Áskilið var að
verðlaunaðir uppdrættir yrðu eign ríkisins.27
Að efna til samkeppni á þessu sviði var á þessum tíma nokkur
nýlunda og ber vissulega vitni um metnað þeirra sem að stóðu. Þó
hlaut enginn þátttakenda fyrstu verðlaun en Arne Finsen, arkitekt
gunnar sveinbjörn óskarsson86
25 Leiðsögurit um íslenska byggingarlist. Ritstj. Dennis Jóhannesson o.fl. (Reykjavík:
Arkitektafélag Íslands 2000), bls. 58.
26 BsR. Byggingarfélag alþýðu: einkaskjalasafn nr. 100. Askja-A1 (fundargerðir).
27 „verkamannabústaðir“, Morgunblaðið 2. ágúst 1930, bls. 1.