Saga - 2015, Page 96
Þegar leið á fjórða áratuginn var fúnksjónalismi ekki lengur sú
nýlunda sem hann var hálfum áratug fyrr. Meiri tíðindi hefðu því
verið að sjá byggt eftir teikningum Gunnlaugs Halldórssonar þegar
á árunum 1931–1932.
Að lokum
Félagsleg áform forvígismanna um byggingu verkamannabústaða
við Hringbraut komu skýrt fram í málflutningi Héðins valdimars -
sonar þegar hann flutti frumvarp að lögum um verkamannabústaði
árið 1929. Af heimildum verður ekki ráðið að Byggingarfélag alþýðu
og íslensk stjórnvöld hafi stórlega greint á um hönnun verkamanna-
bústaða við Hringbraut. Áhugi beggja aðila beindist að líkindum
eink um að hinu félagslega og hagræna, en óvíst er hvort þeir létu
sig fúnksjónalismann sem slíkan miklu varða. Sú ákvörðun að halda
hugmyndasamkeppni um verkamannabústaði ber þó vott um
metn að til þess að byggja vel hönnuð og vönduð hús.
Sömu grundvallaratriði giltu um félagslegt húsnæði á Íslandi og
í nálægum löndum þótt mælikvarðinn væri annar og áformin yfir-
leitt fyrr á ferðinni þar en hér. vandinn var af sömu rótum runninn
enda tekið á honum með líkum hætti og í nágrannalöndunum, jafnt
pólitískt, félagslega, skipulagslega og tæknilega. Sá munur er þó að
á Íslandi eignuðust verkamenn sjálfir íbúðirnar en í þeim erlendu
dæmum sem hér eru tekin til samanburðar voru íbúðirnar í félags-
legri eigu. viðvarandi húsnæðisvanda verkafólks var ekki unnt að
leysa án félagslegs átaks með opinberum fjármunum, enda var
bygg ing félagslegs húsnæðis ekki aðeins hagsmunamál verkafólks
heldur snerti það atvinnurekendur, landeigendur og eigendur hús -
næðis jafnt sem þiggjendur félagslegs húsnæðis. Bygging félagslegs
húsnæðis var borgarskipulagslegt nauðsynjaverk, sem setja varð
lagaramma um á Íslandi líkt og í nágrannalöndunum, eitt af þeim
verkefnum sem leysa þurfti rétt eins og heilbrigðismál, skólamennt-
un barna, samgöngukerfi og veitur.
Fyrirmyndir að byggingu félagslegra íbúða á Íslandi voru sóttar
til nálægra landa en boðleiðir áhrifanna verða ekki raktar með óyggj-
andi hætti. Félagslegar íbúðarbyggingar í vínarborg voru athyglis-
verðar og nýstárlegar og hlutu að vekja heimsathygli. Álíka stórmæli
voru að gerast víðar, m.a. í Berlín. Stórir staðir hafa áhrif á minni
staði og áhrifanna sér víða stað með svipuðum hætti, t.a.m. í Halle í
Þýskalandi og í Reykjavík þar sem mælikvarða svipar sam an.
gunnar sveinbjörn óskarsson94